Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023
Rimakotslína 2, lagning 132 kW jarðstrengs milli Hellu og Rimakots
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5. apríl 2023 að gefið yrði út
framkvæmda-leyfi til Landsnets ehf vegna framkvæmdar við lagningu 132 kW jarðstrengs
milli tengivirkis á Hellu í Rangárþingi ytra að tengivirki við Rimakot í Rangáþingi eystra.
Skipulagsfulltrúi hefur gefið út framkvæmdaleyfið dags. 10. október 2023.
Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 10. nóvember 2023.
Öll gögn framkvæmdaleyfisins liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa,
Suðurlandsvegi 3, Hellu, og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi er hér auglýst ákvörðun sveitarstjórnar
um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldrar framkvæmdar.
Lífræn hreinsistöð
• Fyrirferðalítil fullkomin
sambyggð skolphreinsistöð
• Uppfyllir ýtrustu kröfur um
gæði hreinsunar
• Engin rotþró eða siturlögn
25 ára ábyrgð
• Tæming seyru á þriggja til
fimm ára fresti
• Engir hreyfanlegir hlutir
• Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar
Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík
Sími 517 2220 - petur@idnver.is
G
ra
fik
a
19
Smáframleiðendur á hinum Norðurlöndunum mega
framleiða ógerilsneydda osta. Ógerilsneyddir ostar
hafa verið fluttir inn í stórum stíl undanfarin ár,
en íslenskum smáframleiðendum er óheimilt að
framleiða þá hér á landi.
Parmesan og Grana Padano
eru bestu og þekktustu dæmin um
ógerilsneydda osta í hillum íslenskra
verslana. Stærstur hluti osta í Evrópu
með hina verðmætu PDO vottun er úr
ógerilsneyddri mjólk. Flest lönd Evrópu
leyfa framleiðslu ógerilsneyddra osta,
þ.m.t. Svíþjóð, Noregur, Danmörk,
Frakkland, Þýskaland, Holland, Belgía,
Ítalía, Spánn og Portúgal. En ekki litla
Ísland. Hér hafa lög um gerilsneyðingu
ekki verið endurskoðuð í tæpa öld.
Ástæða gerilsneyðingar
Mjólk var fyrst gerilsneydd í Þýskalandi árið 1886.
Gerilsneyðing opnaði möguleikann á því að geyma og
dreifa mjólk fjær þeim stað sem dýrin voru mjólkuð. Helsta
ógnin sem stafaði af ógerilsneyddri mjólk á þeim tíma voru
berklar, listería og fleiri skaðlegar bakteríur sem gátu fjölgað
sér hratt í þeim kjöraðstæðum sem mjólk er þegar hún er
geymd og flutt langar leiðir.
Svo má nefna að aðalástæðan fyrir því að farið var að
framleiða osta er sú að með því var hægt að geyma mjólk
til langs tíma. Það var sem sagt ekki gert til að búa til
ólíkar vörur, heldur geymsluaðferð. Þetta var fyrir tíma
gerilsneyðingar. Við Íslendingar þekkjum þetta í gegnum
súrmatinn.
Gjörbreyting í vinnsluaðferðum
Árið 1933 var sett í lög hér á landi að gerilsneyða skyldi
alla mjólk. Síðan þá hefur orðið gjörbreyting á eftirliti,
vinnslu- og geymsluaðferðum, enda þekkingin, reynslan,
tæknin og aðferðafræðin orðin allt önnur í dag en hún var
á fyrri hluta síðustu aldar.
Listería er þekkt vandamál í reyktum og gröfnum
fiski, en hann er samt ekki bannaður. Í staðinn er viðhaft
virkt eftirlit með ítarlegri áhættugreiningu, gæðakröfum,
reglulegum sýnatökum og fleiru. Hvers vegna á það sama
ekki við um osta? Sér í lagi þar sem slíkt eftirlit er þegar til
staðar með ostaframleiðslu úr gerilsneyddri mjólk.
Sælkerahandverk frá smáframleiðendum
Gerilsneydd og fitusprengd mjólk hefur tapað mikilvægum
gerlum og ensímum sem eru bæði mikilvæg fyrir heilsu
okkar – og til að ostagerð heppnist vel. Þegar ostur er gerður
úr ógerilsneyddri mjólk er þessum ensímum og gerlum
bætt út í blönduna.
Framleiðsla ógerilsneyddra osta er nýsköpun
„gourmet“ afurða þar sem betri nýtni næst úr hráefni
sem hefur meiri karakter og þar sem hefð er sköpuð og
endursköpuð. Ostur er gerður úr aðeins þremur hráefnum;
mjólk, ostahleypi og salti, en samt eru til yfir 2.000 gerðir
af osti í heiminum sem allir hafa ólíkt form, lit og bragð.
Gerjaðir ostar hafa svo valinn geril að auki.
Framleiðslan byggir oftar en ekki á einhvers konar
sérstöðu, til dæmis gömlu handverki sem hefur verið
framleitt mann fram af manni, á sama bæ, eftir sömu
uppskrift. Víða í Evrópu hélt handverkið áfram eftir að
gerilsneyðing var innleidd, þó stærri aðilar sem voru
langt frá uppruna mjólkurinnar færu að framleiða osta
úr gerilsneyddri mjólk.
Þessar ólíku framleiðsluaðferðir hafa því fengið að
vaxa og dafna samhliða. Hér á landi lagðist handverkið
hins vegar einfaldlega alveg af og hefðir töpuðust; en
margar gerðir af ógerilsneyddum ostum voru framleiddar í
lok 19. aldar, til dæmis í fyrsta landbúnaðarskóla landsins
í Ólafsdal.
Endurskoðun regluverksins
Við endurskoðun regluverksins í kringum gerilsneyðingu
mjólkur hér á landi er upplagt að byrja á ostagerðinni
því verkunarferillinn er langur. Eftir þrjá mánuði er
gerlafjöldinn kominn í jafnvægi og hægt að mæla, án
vandræða, hvort óæskilegar bakteríur séu í afurðunum.
Þar að auki færi það ekki á milli mála, því ef skaðlegar
bakteríur eru í mjólkinni sem osturinn er gerður úr,
myndu þær fjölga sér ótæpilega á vinnslutímanum og
eyðileggja ostinn.
Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, er eftir
einhverju að bíða? Eigum við ekki að einhenda okkur
í þetta?
Oddný Anna Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka smá-
framleiðenda matvæla og Beint frá býli.
Báknið:
Ógerilsneyddir ostar
Oddný Anna
Björnsdóttir.