Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 FRÉTTIR Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2023. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Leiðbeiningar). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á www.husverndarstofa.is). Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2024 Fjallað var um hugtakið „vistkerfis- nálgun“ í sambandi við umgengni við og nýtingu á náttúru og auð- lindum Íslands á málþingi mat- vælaráðuneytisins og BIODICE á dögunum. Markmiðið með málþinginu var að vekja athygli á hugtakinu og hlutverki þess í stefnumótun matvælaráðuneytisins. Mun efni þingsins verða nýtt í aðgerðar- áætlunum ráðuneytisins. BIODICE er samstarfsvettvangur sem hefur að markmiði að efla þekkingu og skilning á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi, í því skyni að mæta áskorunum vegna hruns líffræðilegrar fjölbreytni í heiminum og hnignunar vistkerfa. Vistkerfisnálgun í landbúnaði Í þingsályktunartillögu um land- búnaðarstefnu til ársins 2040, sem samþykkt var á Alþingi í sumar, er tiltekið sérstaklega að stuðlað verði að líffræðilegri fjölbreytni með vísindi vistkerfisnálgunar að leiðarljósi. Landbúnaðurinn átti tvo fulltrúa í hópi fyrirlesara; Sigurð Torfa Sigurðsson, ráðunaut í umhverfis- og landnýtingarmálum hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins, og Oddnýju Steinu Valsdóttur, bónda í Butru í Fljótshlíð. Þau fluttu tíu mínútna erindi hvort um reynslu sína af auðlindanýtingu í sátt við náttúruna og vistkerfisnálgun. Sigurður Torfi sagði að störf bænda væru mjög fjölbreytt en byggðu alltaf á einhverri landnotkun og samspili við náttúru og vistkerfi. Þeir væru gæslumenn lands sem vildu standa vörð um landgæði og sjálfbæra nýtingu auðlinda – þótt þeir kannski notuðu önnur orð í stað vistkerfisnálgunar. Samt sem áður vanti almennt í landbúnaði heildstæða áætlun um landnýtingu. Bændur ynnu að ýmsum verk- efnum sem tengjast náttúrulegum vistkerfum í samstarfi við opinbera aðila, til lengri eða skemmri tíma. Dæmi um slík langtímaverkefni væru Bændur græða landið og Skógrækt á lögbýlum, verkefni til skemmri tíma væru til dæmis Betra bú, Fegurri sveitir og Landbúnaður og náttúruvernd. Loftslagsvænn landbúnaður og Kolefnisbrúin væru svo dæmi um loftslagsverkefni. Löng hefð af samstarfi við bændur Sigurður sagði að löng hefð og reynsla væri fyrir hendi varðandi samstarf bænda, sérfræðinga ríkisstofnana og stjórnvalda. Reynslan hefði yfirleitt verið jákvæð af slíkri samvinnu og hægt væri að ná góðum árangri þegar styrkleikar allra eru nýttir. Það sem vantaði væri skýr stefna um vistkerfanálgun, sérstaklega þegar kæmi að samvinnu aðila. Einnig þyrfti að huga vel að aðferðarfræðinni við vistkerfisnálgunina, til dæmis hvort hún ætti að vera aðgerðartengd, árangurstengd eða blanda af báðu. Sigurður Torfi benti á að fjárfesting í þekkingu væri í sjálfu sér góð, en það þurfi úthald í að halda henni við og hún sé fljót að úreldast. Einnig þyrfti að hafa í huga að þekking skili sér ekki alltaf alla leið, stundum vanti viðtaka eða skilvirkni í ferlum. Hann sagði í lok erindis síns að samtal allra hagaðila væri mikilvægt þegar kæmi að slíkri stefnumótun, samtölin þurfi að eiga sér stað á jafningjagrunni og á tungumáli sem allir skilji. Stefnumótun stjórnvalda þurfi að fylgja aðgerðaráætlun sem byggir á bestu þekkingu og reynslu hverju sinni. Vistkerfisnálgun bóndans Oddný Steina veitti innsýn inn í vistkerfisnálgun af sjónarhóli bónda. Hún sagðist þurfa að byrja á að játa að hafa verið efins um hvort hún ætti að þiggja það að tala á málþinginu þar sem henni þætti hugtakið vistkerfisnálgun ekki nægilega skýrt og ekki hjálplegt til að jarðtengja viðfangsefnið. Hún hafi hins vegar komist á þá skoðun að það væri til bóta fyrir umræðuna um þessi mál að bjóða upp á samtal og byggja upp gagnkvæman skilning. Hún tíundaði fjölmörg verkefni sem þau á Butru væru þátttakendur í og styddu vistkerfanálgun. Þar voru nefnd landbótarverk- efnin Landgræðsla með lífrænum úrgangi, Bændur græða landið og Landbótasjóðsverkefni, loftslags- verkefnið Loftslagsvænn land- búnaður, Kolefnisbrúin er verkefni um kolefnisbindingu í skógi og önnur þrjú landbótarverkefni undir stjórn fjallskilanefndar Fljótshlíðar. Oddný talaði svo aðeins meira um nokkur verkefnanna og hvernig staðið væri að landbótaverkefnum heima á bænum í samvinnu við Landgræðsluna. Mikill árangur hefði náðst. Sagði hún að í flestum tilvikum væru í þessum verkefnum fjárhagslegir hvatar fyrir bændur og það væri vissulega hvatning þá fyrir bændur til að gera betur og vera stórtækari. Hún sagði að í Loftslagsvænum landbúnaði væri tekið heildstætt á bústjórn með loftslagsvænum hætti. Kolefnisbrúin væri verkefni Bændasamtaka Íslands í vinnslu þar sem kolefnisbinding í skógi þar sem framleiddar yrðu vottaðar kolefniseiningar til sölu. Markmiðið væri tvíþætt; annars vegar hreinlega að binda kolefni og hins vegar stæðu vonir til að verkefnið gæti rennt styrkari stoðum undir búreksturinn í framtíðinni. Hún væri samt hugsi yfir slíkum verkefnum því ásamt því að geta orðið að eins konar búgrein fyrir bændur í framtíðinni þá væri hætta á því að fjárfestar myndu í auknum mæli sýna löndum bænda áhuga fyrir slík verkefni sem gæti haft þau áhrif að búskapur legðist af. Mikilvægt væri fyrir stjórnvöld og sveitarfélög að vera vel vakandi fyrir þessari hættu. Sauðfjárbeit getur verið góð fyrir vistkerfi Undir lok síns erindis ræddi Oddný um sauðfjárbeit og sagði að margir afgreiddu hana bara sem neikvæðan áhrifaþátt. Algengt væri að heyra fullyrðingar um að beit haldi alltaf aftur af gróðurframvindu – að þar sem beitarland sé í góðu og slæmu ástandi þá sæki féð alltaf inn á landið sem er í slæmu ástandi. Hún heyri líka gjarnan að til að auka kolefnisbindingu, þá bara dugi að friða. Þetta sé alls ekki algilt og ekki í samræmi við það sem hún upplifi. Hún tók því næst nokkur dæmi úr sínu nánasta umhverfi þar sem beit hefur einmitt haft þveröfug áhrif þegar borin eru saman friðuð og beitt svæði. Hún tekur samt fram að hún sé þeirrar skoðunar að beit sé alls ekki alltaf til góðs. Það sé hins vegar mikilvægt að gefa þessum málum betri gaum og þegar sett séu beitarviðmið þá séu þau rökrétt og sanngjörn. Þannig að þau sem þurfa að nota viðmiðin sjá rökin á bak við þau. Nálgast má upptöku frá málþinginu í gegnum vef matvælaráðuneytisins. /smh Oddný Steina Valsdóttir, bóndi í Butru í Fljótshlíð, flytur erindi sitt um vist- kerfisnálgun bóndans. Sauðfjárbændur eru þátttakendur í margvíslegum verkefnum sem styðja við vistkerfisnálgun. Vistkerfisnálgun stuðlar að líffræðilegri fjölbreytni – Bændur styðja við nálgunina í gegnum fjölmörg verkefni Smáframleiðendur munu ekki þurfa að sækja um sérstakt starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits til að geta tekið þátt í matar- markaði, öðlist drög að breytingu að reglugerð gildi. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins skrifaði Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, grein þar sem hún gagnrýndi þá túlkun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á lögum um matvæli að þeim sé skylt að krefjast þess að framleiðendur forpakkaðra matvæla þurfi að sækja um tímabundið starfsleyfi til að taka þátt í matarmarkaði. Matvælaráðuneytið hefur nú kynnt til samráðs í Samráðsgátt drög að breytingu á reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum. Lagt er til að sú reglugerð gildi einnig um sölu matvælaframleiðenda sem hafa gilt starfsleyfi frá sínu heilbrigðisumdæmi á forpökkuðum matvælum á matarmörkuðum þar sem skipuleggjendur/ ábyrgðaraðilar markaðarins eru með leyfi frá heilbrigðiseftirlit svæðisins fyrir viðburðinum. Er það í takt við tillögu sem Oddný Anna segir að Samtök smáframleiðenda hafi lagt til í tölvupósti til ráðuneytisins og í samræmi við það sem fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sögðust einnig hafa lagt til. Hægt er að senda til umsagnir til 26. október. /ghp Skjót viðbrögð ráðherra Kjörbúðin áfram á Hellu Engin óvissa er um framtíð Kjörbúðarinnar á Hellu, að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar, forstjóra Samkaupa, sem rekur verslunina. „Rekstrarkostnaður er að aukast gríðarlega mikið í okkar rekstri og allt þetta ár hefur okkar starfsfólk unnið frábært starf í kostnaðaraðhaldi sem hefur orðið til þess að við höfum ekki hækkað útsöluverð í takt við hækkun innkaupsverða. Verðbreytingar birgja og framleiðenda eru fordæmalausar og höfum við móttekið tæplega 600 tilkynningar um verðbreytingar birgja og framleiðenda og flest allar eru það hækkanir,“ segir Gunnar. Í 16. tbl. Bændablaðsins sagði Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, að íbúar kvörtuðu undan háu vöruverði í þessari einu matvöruverslun Hellu. Gunnar Egill segir Kjörbúðina bjóða upp á nauðsynjavörur til heimilisnota sem eru á samkeppnishæfu verði við lágvöruverslanir. „Þannig hefur Kjörbúðin stuðlað að hagkvæmum innkaupum í dreifðu byggðum landsins, boðið upp á mikið af góðum tilboðum og vörur í eigin inn flutningi á lægra verði.“ Hann bendir einnig á að hægt sé að fá 2% afslátt af matarkörfunni og aðgang að sértilboðum ef verslað sé í gegnum smáforrit Samkaupa. Samkaup rekur verslanir Kjör- búðarinnar á sextán stöðum kringum landið. Einnig rekur fyrirtækið dag- vöruverslanirnar Nettó, Krambúðina og Iceland. Samkaup keypti rekstur og starfsemi verslunar Krónunnar á Hellu árið 2021 en Krónunni bar að selja verslunina vegna mikils markaðsstyrks á svæðinu og í því skyni að efla samkeppni á dagvörumarkaði skv. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2019. /ghp Kjörbúðin á Hellu. Mynd / mhh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.