Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 smithætta sé til staðar. Þá má ekki hafa kálfa eina og sér frá átta vikna aldri. Í öllu falli ættu kálfarnir að fá að sjá og geta haft samband við aðra kálfa. Bændum er ráðlagt að gera hnjáprófið í stíum kálfanna einnig og taka sérstaklega eftir því hvort hnén verða blaut eða óhrein við prófunina. Ef það gerist þarf að huga að undirlaginu og bæta úr ástandinu. Ef smákálfar ganga undir kúm á að vera til staðar kálfaskjól, svo þeir geti komist í var þegar þeim hentar. Útigangur á að hafa aðgengi að sömu þægindum s.s. að geta legið samtímis og að undirlagið uppfylli sömu kröfur og hér að framan greinir. Geta gripirnir hreyft sig eðlilega? Önnur spurning í DVP heimsókninni, sem hér að framan var getið um, er hvort svokallaður hreyfiferill gripa sé eðlilegur. Þetta er sérstaklega skoðað hjá stærstu gripunum og þá sérstaklega hjá gripum í lausagöngu. Sé legusvæðið óþægilegt, s.s. vegna harðs undirlags, rangra stillinga á innréttingum eða þrenginga, sést það oftast vel á hreyfiferli gripanna. Þannig ætti ekki að taka kú lengri tíma en 6 sekúndur að standa á fætur, ef það tekur lengri tíma bendir það til þess að eitthvað sé að svo sem hált undirlag svo dæmi sé tekið. Fullorðin norsk kýr, sem er vel að merkja nokkuð stærri en fullorðin íslensk kýr, þarf hálfan metra af rými framan við legusvæðið þegar hún stendur á fætur. Ætla má að þetta sé heldur minna fyrir íslenskar kýr. Þegar kýr stendur á fætur rykkir hún höfðinu fram á við og skýrir það þessa plássþörf. Þegar fjós eru hönnuð í dag þarf að horfa sérstaklega til þessa þáttar og þá taka mið af 20% stærstu kúnna og miða plássþörfina við þær. Í eldri fjósum er annað atriði sem gott er að fylgjast með en það er ef það sjást mjög glansandi fletir á innréttingum í fjósinu þar sem kýrnar eru. Það bendir til þess að kýrnar rekist oft þar utan í. Þá þarf alltaf að horfa til hárlausra svæða eða lítilla sára á gripunum sem benda til hins sama. Nautgripir kjósa helst sjálfir að liggja á svæðum sem eru opin og hafa útsýni. Þessari þörf gripanna getur verið erfitt að mæta í sumum fjósum en gott að hafa í huga við hönnun eða breytingar. Áhrif á hreyfingu Algengir gallar, sem leiða til truflunar á hreyfiferli grips, eru of stuttir básar, of lág herðakambsslá eða hún staðsett of aftarlega eða lélegt undirlag í bás gripsins. Í sumum tilfellum er nokkuð einfalt að laga herðakambsslána og staðsetja rétt en það er þó ekki alltaf. Þetta ætti þó að skoða alvarlega, ef talið er að hreyfing gripanna sé ekki rétt. Í sumum tilvikum er jafnvel hægt að skipta herðakambsslánni út með strekkiborða, sem þá getur gefið eftir ef viðkomandi gripur snertir hann. Forgangsröðun Fjárfesting í góðri dýravelferð getur verið kostnaðarsöm, þótt margir sjái að það geti borgað sig til lengri tíma litið. Þegar efnahagsástandið er þungt getur þó verið erfitt að forgangsraða hvaða aðgerðir skipti mestu máli fyrir velferð dýra og afkomu búsins. Í Noregi er litið svo á að áðurnefnd DVP úttekt sé einmitt góður upphafspunktur við slíka forgangsröðun. E.t.v. mætti koma upp svipuðu kerfi á Íslandi, til hagsbóta fyrir nautgripi landsins og afkomu hérlendra nautgripabúa. Kálfar eru saman a.m.k. tveir og tveir, sem er mjög gott fyrir atferli þeirra. Mikilvægt er að hafa mikið af undirburði hjá þeim. Myndir / Åse M. Sogstad. Burður í hreinni stíu með nægum undirburði gefur kálfinum gott upphaf og er mjög gott fyrir kýr á þessum viðkvæma tíma. Kálfar saman í stíu. Nóg pláss og mikið af undirburði. Magnaðir ferðafélagar Pantaðu á olis.is eða hafðu samband í síma 515 1100 Hjá Olís finnurðu úrval traustra og áreiðanlegra rafgeyma fyrir allar tegundir bíla og landbúðaðartækja, frá Exide og öðrum framleiðendum. Einnig rafgeyma sem henta vel fyrir fellihýsi og hjólhýsi og tryggja stuð í útilegunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.