Bændablaðið - 19.10.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023
Á FAGLEGUM NÓTUM
Evrópuhópur IFOAM – Íslandsdeild
Skýrsla Ólafs R. Dýrmundssonar
vegna starfa í Evrópuhópi
lífrænna landbúnaðarhreyfinga
(IFOAM Organics Europe) fyrir
árið 2022.
1) Skrifstofan í Brussel, 20 ára
afmæli Evrópuhópsins
Sem fyrr hefur
s t a r f s e m i
skrifstofunnar
í Brussel verið
margþætt á
árinu en hún
byggist mjög á
yfirgripsmikilli
sérfræðiþekkingu
á hinu mikla
regluverki sem ESB er búið að koma
upp í þágu lífræns landbúnaðar.
Auk allra aðildarríkja ESB eru
í Evrópuhópnum fulltrúar frá
Bretlandi, Íslandi, Noregi og Sviss
vegna sértækra samninga við
sambandið. Við eigum öll greiðan
aðgang að upplýsingum, og byggjum
samskiptin mest á tölvupósti og
fjarfundum, undanfarið ár mikið í
tengslum við innleiðingu reglugerðar
ESB um lífræna framleiðslu nr.
848/2018 sem tók gildi 1. janúar
2022. Þótt reglugerðinni hafi verið
ætlað að einfalda framkvæmd við
vottun og draga úr undanþágum
sýnir reynslan fyrsta árið að all
mörg álitamálum hafa verið að koma
upp og nokkuð ber á mismunandi
túlkunum. Sum þessi mál fara til
EGTOP-sérfræðinganefndarinnar
hjá ESB (Expert Group for Technical
Advice on Organic Production).
Þann 11. maí 2022 hélt
Evrópuhópurinn upp á 20 ára afmælið
í höfuðstöðvunum á Brussel undir
stjórn framkvæmdastjórans Eduardo
Cuoco og stjórnarformannsins Jan
Plagge. Guðfinnur Jakobsson í
Skaftholti sat stofnfundinn sem
haldinn var í Sviss 2002. Ég tók
sæti í hópnum í lok mars 2003 en
2. ársfundur hans var haldinn þá í
Yiannitsá fyrir norðan Þessalóníku
í Grikklandi. Á árinu 2023 hef ég
því verið í hópnum í 20 ár. Annar
merkisatburður hjá hópnum var
á liðnu ári, Lífræni dagurinn 23.
september í Brussel, þá haldinn í
annað skiptið.
2) Skilgreining á
verksmiðjubúskap
Eins og ég hef getið um í nokkrum
fyrri ársskýrslum hefur ekki verið
til nein opinber og viðurkennd
skilgreining á hugtakinu verksmiðju-
búskapur (e. intensive factory
farming), hvorki hjá IFOAM
né ESB. Miðað hefur verið við
leiðbeinandi reglur frá 1995 og
skilgreiningar í hinum ýmsu löndum
og vottunarstofum.
Þar sem vísað er í þessa þéttbæru
búskaparhætti, t.d. í sambandi
við notkun á búfjáráburði af
hefðbundnum búum við vottaða
lífræna ræktun, er mismunandi
túlkun óviðunandi og skekkir
samkeppnisstöðuna. EGTOP-
sérfræðinganefndin hefur unnið
mikið um árabil við þessa
skilgreiningu en í ársbyrjun 2022
tók nýskipuð nefndin efnið fyrir til
frekari vinnslu. Nú eru í nefndinni
13 sérfræðingar, þar með tveir frá
Norðurlöndunum.
Skemmst er frá að segja að verið
er að greina hinu fjölmörgu þætti
sem taka þarf tillit til við þessa
skilgreiningu. Á meðal þeirra eru
rými og þéttleiki, gólfgerðir, birta,
loftræsting, bústærð og notkun
sýklalyfja og erfðabreytts efnis í
fóðri. Öðru hvoru eru að koma þarna
upp álitamál sem sýna hve brýnt
er að fá samræmda skilgreiningu,
t.d. nýlega í Frakklandi, bæði með
tilvísun í ESB reglugerð nr. 848/2018
og ESB reglugerð nr. 1165/2021.
Svo langt er málið gengið hjá
Frökkum, samkvæmt upplýsingum
frá ECOCERT-vottunarstofunni,
að ágreiningi á milli samtaka
framleiðenda lífræns áburðar og
opinberrar eftirlitsstofnunar í
Frakklandi, hefur dómstóll þar vísað
til Evrópudómstólsins.
3) Eiturefnanotkun og
umhverfismengun
Mikil eiturefnanotkun í evrópskum
landbúnaði veldur gífurlegri
umhverfismengun. Þar við bætist
mengun frá tilbúnum áburði,
lyfjum og plasti sem ESB vill vinna
gegn með markvissari aðgerðum.
EGTOP-sérfræðinganefndin hefur
verið að benda á hve umfangsmikil
mengun er frá eiturefnum
(plöntuvarnarefnum) og mælir með
því að hringrásarhagkerfið verði
eflt, þar með lífrænn landbúnaður,
sem ekki leyfir notkun slíkra efna.
Sum þessi eiturefni geta borist yfir á
lífrænt ræktað akurlendi og innihald
slíkra efna í grænmeti og ávöxtum á
Evrópumarkaði hefur aukist verulega
á seinni árum gagnstætt því sem
stundum er haldið fram. Þetta sýnir
m.a. skýrsla frá PAN Europa frá
2022.
Illu heilli var notkun á Roundup
(glyphosat) framlengd frá 2017-
2022. Lífræni geirinn er einnig
stöðugt að vekja athygli stjórnvalda
og neytenda á þessari miklu mengun
sem vitað er að skaðar lýðheilsu.
Evrópuhópurinn er að fjalla mikið
um efnamengun í landbúnaði,
og er m.a að reyna að hafa áhrif
á endurskoðun ESB-reglugerða
þar að lútandi. Er sú viðleitni í
góðu samræmi við það markmið
ESB að draga úr eiturefnanotkun í
landbúnaði um 50% fyrir 2030. Þá
hafa rannsóknir sýnt að líffræðileg
fjölbreytni er 30% meiri á lífrænt
vottuðum býlum en á jörðum þar
sem eiturefni eru notuð. Þetta kemur
sérstaklega fram í skordýrafánunni.
Einnig er Evrópuhópurinn að dreifa
margvíslegu fræðsluefni til þess
að fræða bændur og neytendur um
skaðsemi eiturefna í landbúnaði, t.d.
með stuttum myndböndum,
4) Kolefnisbinding í
lífrænum jarðvegi
Í ljósi þeirrar miklu umræðu sem
nú er í gangi um þátt landbúnaðar í
kolefnisbindingu er Evrópuhópurinn
að leggja vaxandi áherslu á
framlag lífrænnar ræktunar til
kolefnisbúskapar (e. carbon
farming). Lífræni geirinn vill fá
alhliða, opinbera viðurkenningu á
kolefnisbindingu lífrænnar ræktunar
í jarðvegi og jákvæðum áhrifum
hennar á líffræðilega fjölbreytni (sjá
3. lið ). Þar að auki dregur lífræni
landbúnaðurinn stórlega úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda, m.a. vegna
þess að þar er ekki notaður tilbúinn
áburður. Efasemdir eru uppi um
markaðsvæðingu losunarheimilda
(carbon markets) og varað við
grænþvotti.
5) Belgjurtarækt í sáðskiptum
(skiptiræktun)
Með nýju reglugerðinni eru gerðar
auknar kröfur til ræktunar belgjurta
í akuryrkju sem veigamiklum lið í
sáðskiptaáætlunum (Plant production
rules, Part I, 1.9.1).
Þetta á við akra sem einærum
nytjajurtum er sáð í ár hvert en
ekki tún, engjar og beitilönd þar
sem fjölærar plöntur eru ríkjandi.
Alkunna er að ræktun belgjurta á
borð við smára (Leguminosae) er
mun erfiðari á norðurslóðum en í
suðrænni löndum þar sem hitastig
er hærra. Sérstaklega á þetta við
um norræn lönd svo sem Ísland og
norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands. Skilyrðin eru mun betri á
Bretlandseyjum og í Danmörku og
batna enn meira eftir því sem sunnar
dregur. Ekki er tekið tillit til þessa
aðstöðumunar í ESB-reglum um
lífræna ræktun. Því ákvað ég að hafa
samband við félaga í Evrópuhópnum
til þess að fá að vita hvernig krafan
Ólafur R.
Dýrmundsson
Hér á landi er mest treyst á hvítsmára og rauðsmára, sem hér sést, í sáðskiptum. Mynd / Jack BlueberryLífræni geirinn vill fá alhliða, opinbera viðurkenningu á kolefnisbindingu
lífrænnar ræktunar. Mynd / Markus Winkler
Hvað er lífræn ræktun?
Grunngildi, skilgreining og löggjöf
Grunngildi lífræns landbúnaðar (IFOAM Organics International) :
Heilsa, Vistfræði, Sanngirni, Umhyggja
Skilgreining lífræns landbúnaðar (IFOAM Organics International) :
Lífrænn landbúnaður er framleiðslukerfi sem viðheldur heilbrigðum jarðvegi,
vistkerfum og fólki. Hann byggist á vistfræðilegum aðferðum, líffræðilegri
fjölbreytni og staðbundnum framleiðsluferlum, fremur en notkun aðfanga sem
geta haft neikvæð áhrif. Lífrænn landbúnaður sameinar hefðir, nýsköpun og
vísindi sem eru til hagsbóta fyrir sameiginlegt umhverfi, sanngjörn viðskipti
og mikil lífsgæði fyrir alla sem hlut eiga að máli.
Löggjöf fyrir lífræna ræktun og búskaparhætti:
Allt frá fyrri hluta 20. aldar fór að þróast sjálfbær, lífræn ræktun, byggð á lifandi
og frjósömum jarðvegi, í samræmi við kenningar frumkvöðla á borð við Sir
Albert Howard frá Bretlandi og Rudolf Steiner frá Austurríki. Farið var að móta
framleiðslu- og vottunarreglur fyrir bæði bændur og neytendur, einkum eftir
1972 þegar alþjóðasamtökin IFOAM voru stofnuð. Þau mótuðu staðla og á
þeim grundvelli þróaðist lagasetning, í Evrópu fyrst 1991 og hér á landi 1994,
fylgt eftir með reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu 1995. Innlenda
löggjöfin vék 2017 þegar umfangsmikið regluverk ESB fyrir lífrænan landbúnað
var innleitt hér á landi, nú reglugerð sambandsins nr. 848/2018 með gildistöku
1. janúar 2022. Undir hatti Evrópulöggjafarinnar starfa nú allar vottunarstofur
í álfunni, hvort sem þær eru sjálfstætt starfandi, t.d. Vottunarstofan Tún ehf.,
eða sem ríkisstofnanir, t.d. í Danmörku. Auk eigin vottunarmerkja mega
stofurnar nota merki ESB á vörurnar. Sem fyrr er vottuð lífræn ræktun byggð
á notkun búfjáráburðar og annarra lífrænna áburðarefna, sáðskiptum og
belgjurtarækt en notkun tilbúins áburðar, eiturefna og erfðabreyttrar sáðvöru
(GMOs, NGTs), einkennandi fyrir ósjálfbæran landbúnað, er bönnuð. Fyllstu
kröfur eru gerðar til velferðar búfjár og sýklalyfjanotkun er útilokuð að mestu.
Ræktun gegn riðu - fyrstu skrefin
Mánudaginn 30. okt
Kl. 20.00 Þingborg í Flóanum
Þriðjudaginn 31. okt
Kl. 20.00 Hvanneyri, LBHÍ (Ársalur)
Miðvikudaginn 1. nóv
Kl. 11.30 Félagheimilið Hvammstanga
Kl. 20.00 Breiðamýri í Reykjadal
Fimmtudaginn 2.nóv
Kl. 11.30 Svalbarð í Þistilfirði
Kl. 20.00 Hótel Hérað á Egilsstöðum
Fræðslufundir með Dr. Vincent Béringue og sérfræðingum
frá RML, BÍ, MAST, LBHÍ og Keldum.
Nánari upplýsingar á bondi.is