Úrval - 01.11.1962, Side 30
46
ÚR VAL
Hamingjusamt Líf, en nafn það
hafa sjúklingarnir. sjálfir valið
því.
Lil Dickson hefur einnig unn-
ið mikið starf meðal munaðar-
leysingja. Geysilegur straumur
flóttamanna hefur verið til eyj-
arinnar á árunum fyrir 1950, þar
á meðal heimilislaus og munaðar-
laus kínversk börn, sem höfðust
við á götunum og höfðu ofan af
fyrir sér eftir beztu getu. Dreng-
ir, sumir hverjir ekki eldri en
níu ára, sem teknir höfðu verið
fyrir smáhnupl, voru settir í fang-
elsi og látnir dveljast þar innan
um fullorðna glæpamenn, fávita,
kynvillinga og flækinga. í einu
fangelsinu fann frú Dickson 140
slíka drengi. Þeir voru óhreinir,
.sjúkir, vannærðir og hræddir.
Hrygg í huga sagði hún: „Þeir
virðast vera alltof litlir fjnrir
svona stórar byrðar“.
í fyrstu náði hún nokkrum
drengjum i einu út úr fangelsinu.
Svo stofnaði hún skóla fyrir þá
og lét byggja litla kapellu. Hún
útvegaði kennara til þess að
kenna drengjunum ýmsar iðnir.
Hún stofnsetti einnig nokkurs
konar dvalarheimili fyrir þá, þar
sem þeir eldri gátu búið, meðan
á námi þeirra stóð eða eftir að
þeir höfðu fengið vinnu í Taipei.
Skömmu eftir að hún hóf starf
sitt meðal fangadrengjanna,
stofnsetti hún svipuð dvalarheim-
ili fyrir telpur. Nú hjálpar hún
og hefur umsjón með meira en
400 börnum á 12 munaðarleys-
ingjahælum og dvalarheimilum.
Eftirfarandi spurning mun auð-
vitað knýja á hjá okkur: Hvemig
tekst einni, lítilli konu, að hafa
gott eftirlit með öllu þessu marg-
breytta starfi, hversu dugmikil
sem hún kann að vera? Svarið er
fólgið í þeirri staðreynd, að hún
snýst gegn hvaða vanda sem er
með óbilandi trú á sigur, og þar
að auki býr hún yfir hæfileikum
til þess að smita aðra af hinni
takmarkalausu samúð sinni. 15
ungir Formósubúar eru einu
launuðu starfsmennirnir í aðal-
stöðvum hennar í Taipei, en þær
eru í stóru vörugeymsluhúsi. En
þar að auki hefur henni tekizt að
fá hundruð sjálfboðaliða til þess
að veita henni nokkra hjálp.
Sjálf tekur hún engin laun, og
flest aðstoðarf ólk hennar er einn-
ig ólaunað, og því nemur kostn-
aðurinn við alla yfirstjórnina að-
eins um 2% af öllum reksturs-
kostnaðinum.
Trú Lillian Dickson er einarð-
leg og ákveðin. Þegar hún byrj-
ar framkvæmd einhvers verks án
nokkurs fjár handa á milli, segir
hún við starfsfólk sitt: „Við skul-
um samt byrja. Ef guð vill, að
þetta sé framkvæmt, mun hann