Úrval - 01.11.1962, Page 36

Úrval - 01.11.1962, Page 36
52 ÚRVAL er gerð í Egyptalandi, og skart- gripir úr gulli, sem bera svip grísku höfuðborgarinnar Mykene, sem einmitt þá lifði sitt blóma- skeið. Samtímis því, að utanríkisverzl- unin blómstraði svo mjög, hlýtur að hafa risið upp höfðingjaráð eða jafnvel þjóðhöfðingi, sem var fær um a kalla saman nægilegan vinnukraft til að hrinda af stað risafrarnkvæmdum. Reiknað hefur verið út, að áætlunin um Stone- henge hofið, sem nú getur að líta í rústum, hafi verið gerð um 1500 f. Kr. Aftur vantaði stóreflis björg. Um það bil 30 km. norðar hafði nátt- úran dreift um Marlborough hæð- irnar geysistórum kiumpum úr hörðum sandsteini. Stormur og regn hafði klofið þá í stykki, sem eru um það bil metri á þykkt og allt að 7,5 m á lengd. Úr þeim völdu nú byggingameistarar Bik- armanna 81 risastóra súlu. Áður en nokkur tilraun var gerð til að hreyfa þær, hafa þær verið lagaðar til með þungum steinsieggjum og tréfleygum, sem voru bleyttir, svo að þeir þrútnuðu og sprengdu klettana. Síðan hafa þeir vafaiaust verið settir á trésleða, sem lágu á sívöium viðarkubbum, og dregn- ir hina löngu leið. Prófessor Atkin- son hefur gizkað á, að það mundi taka 1500 hrausta karla a.m.k. hálft sjötta ár að flytja alla stein- ana á völtum til Stonehenge. Þeg- ar þangað var komið, tóku við hópar verkamanna, sem hjuggu til steinana og slípuðu þá, en það hafði ekki verið gert við neina byggingu á öldunum á undan. Fornleifafræðingarnir hafa fundið allt að 30 kílógramma þungar sleggjur, sem notaðar voru til að brjóta af stærstu ójöfnurnar. Sandsteinninn sem síðan var slíp- að með, hefur verið dreginn fram og til baka af hópum manna, á svipaðan hátt og þegar sagað er með stórviðarsög. Loks voru litlir steinhamrar notaðir til að ná burtu síðustu ójöfnunum. Reiknað hefur verið út, að 50 verkamenn hafi orðið að strita 10 tíma á Jag, 7 daga vikunnar í nærri þrjú ár til að ljúka við steinana. Áður en hinir fornsögulegu byggingameistarar gátu byrjað að reisa þessar nýju byggingar, urðu þeir að fjarlægja blágrýtisstein- anna úr Stonehenge II og reyndu síðan að finna miðpunkt hrings- ins með því að taka mið frá út- veggjunum. (Ekki munaði nema 60 cm að þeim tækist það). Þá hafa þeir mælt út hring með 15 m rad- íus og grafið 30 holur umhverfis hann, og var hver þeirra höfð mátulega djúp til þess, að stein- súlurnar stæðu allar jafnháft upp úr jörðinni, þótt lengdarmunur þeira sé allt að hálfum öðrum metra. Síðan hafa súlurnar verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.