Úrval - 01.11.1962, Side 49
KYNLEG VILLA
65
hafa átt heima á Hreiðarsstöðum.
Hún var þá um tvítugs aldur,
skarpgerð, tápmikil og hugrökk.
Komu að minnsta kosti tveir þess-
ir síðast töldu eiginleikar hennar
í göðar þarfir í þessari minnis-
stæðu kirkjuferð. Veður og færi
var gott, allmikil svellalög um lág-
lendi, Svarfaðardalsá hafði og rutt
sig á köflum £ nýlega afstaðinni
hláku, og mynduðust við það jaka-
stíflur hér og þar, er reyndust ó-
greiðar yfirferðar, einkum er
skyggja tók.
Nú er að segja frá Aðalbjörgu.
Að lokinni guðsþjónustu hélt hún
af stað suður með bæjum og hugð-
ist gista á Hofsá, sem er næsti
bær sunnan við Hof. Varð hún
fyrst í stað samferða fóiki af
næstu bæjum. Brautarhóli og
Gröf. Eftir að hún skildi við Graf
arfólkið stefndi hún sem leið ligg-
ur á Hof, en þangað er um 10
mínútna gangur frá Gröf. Rétt er
að taka fram, að þótt veður væri
stiiit og gott var all skuggsýnt
til jarðar, eða blindað eins og við
köllum það stundum. Eftir dálitla
stund — sem nægja mundi til þess
að hún mundi vera komin að Hofi
— verður hún þess vör sér til mik-
illar undrunar, að hún er farin að
stikla á jakahröngli, og samtímis
heyrir hún árnið undir fótum sér.
Snýr hún þá brátt við til sama
lands aftur og hyggst nú taka Hof
í næstu lotu. Eftir stutta stund
verður hún þess vör, að hún er
komin á sama staðinn aftur. Þetta
gerist þrisvar í röð, að hún kemur
alltaf á sama jakahrönglið. Undr-
ast hún mjög yfir þessu, en lætur
það þó ekki að öðru leyti á sig fá.
Sezt hún nú á einn jakann og
reynir að átta sig. Gerir þá dá-
lítið snjóél, sem þó stendur aðeins
stutta stund, þannig, að aftur verð-
ur jafngott veður og áður var, en
þetta litla föi verður til þess, að
gera mögulegt að rannsaka slóð
Aðalbjargar, og verður komið að
þvf síðar.
Eftir að snjóélið er liðið hjá,
stendur hún upp og heldur af
stað í áttina heim að Hofi, að þvf
er hún hyggur. Kemur hún þangað
um háttatfma um kvöldið. Mun
hún hafa farið einhverja króka á
leiðinni, þó aldrei vissi hún hvað
mikið eða hvert.
Segir hún sínar farir ekki slétt-
ar, en lætur þó engan bilbug á sér
finna og vill halda að Hofsá, svo
sem hún hafði ráð fyrir gert. Er
henni boðin fylgd, en hún telur
ekki þörf þess, þar sem veðrið er
gott og þetta örstutt bæjarleið.
Kveður hún nú Hofsfólkið og legg-
ur leið sína suður og upp frá bæn-
um, á hina svo kölluðu vetrarleið,
sem mun hafa legið allmiklu ofar
en þjóðvegurinn er nú. Stefnir hún
nú suður yfir Hofsána, sem þarna
rennur eftir lægð nokkurri, eða
grunnu gili, en frá ánni er aðeins