Úrval - 01.11.1962, Qupperneq 53
YFIR SAHARA EYÐIMÖRKINA
69
ur Egyplaland og Súdan annars
vegar, en Libyu og Chad hins
vegar.
Yfir þessar eyðimerkur fara
menn alltaf eftir sömn leiðunum,
sem liggja frá einu vatnshóli til
annars, og ferðamannalestirnar
fara aldrei út af hinum troðnu
slóðum. ASrar leiðir hafa verið
kannaðar, en menn hafa alltaf
forðazt vandlega hin svokölluðu
ergsvæði, risastór sandflæmi, þar
sem vélknúin tæki grafa sig óöar
niSur, ef þau eru ekki sérstak-
iega gerð fyrir þess háttar jarð-
veg.
Einn helzti tilgangur leiðang-
ursins 1959 var að tengja saman
Suður-Alsir-olíusvæðið umhverf-
is Hassi Messaoud og Edjele- og
Chad, þar sem framleitt er hveiti,
með þægilegri leið, sem gæh
stuðlað að viðskiptum milli þess-
ara tveggja svæða. Leiðangurinn
var sendur í tilraunaskyni. Tæki
hans voru sérstaklega gerð fyrir
eyðimörkina og með það fvrir
augum, að þau yrðu e. t. v. seinna
notuð á þessum nýju leiðum yfir
Sahara.
Meðal 50 ieiðangursmanna voru
bilstjórar, vélvirkjar, visinda-
menn, blaðamenn og kvikmynda-
tökumenn.
Vegna stærðar leiðangursins
þurfti geysimiklar birgðir -—
benzin á jeppana ogþyrluna, hrá-
olíu á flutningabílana og svo auð-
vitað fæðu handa leiðangurs-
mönnum, svo að ekki sé minnzt
á 7000 litra vatnsbirgðir. Birgðir
þessar áttu að nægja leiðangrin-
um til meira en 1400 km ferða-
lags, og fylgdi þeim óneitanlega
þægileg öryggiskennd.
Það voru nokkrir vanir Sahara-
karlar í leiðangrinum, jarðvatns-
fræðingurinn A. Cornet, H. J.
Hugot, sérfræðingur í forsögu-
legum rannsóknum og könnuður-
inn Henri Lhote. Þeir höfðu fvrri
leiðangra sína um eyðimörkina til
samanburðar. í stað hins hefð-
bundna réttar hrísgrjóna ásamt
matarolíu og þurrkuðu kjöti
mætti nú augum þeirra bíll með
kæligeymslur fuliar af nýju
kjöti, grænmeti og ávöxtum. Þeg-
ar lesíin stanzaði, var öllum bor-
inn kaldur biór og ávaxtasafi. og
frönsk vin fylgdu hverri máltið.
Venjulegur dagur hófst hjá okk-
ur með morgunverði klukkan sex,
fvrir dögun. Þá ókum við frá sjö
til um það bil hálf tíu og stönz-
uðum öðru hverju, ef við rák-
umst á eitthvað athyglisvert, for-
sögulegar leifar, jurtir eða dýr.
Um tíulevtið námum við staðar og
fengum okkur rækilega hress-
ingu. en ókum siðan viðstöðu-
laust þangað til kiukkan fimm
siðdegis. Ahöfn fremsta bílsins
valdi næturstaðinn.