Úrval - 01.11.1962, Page 64
80
Ú R VA L
íélagslega aðstöðu fjölskyldnanna
að ræða, og sá mismunur gæti
valdið ógæfu, ef þau giftust. For-
eldrar Jonna voru innflytjendur,
og í slíkum fjölskyldum njóta
konurnar ekki jafnræðis og
frjálsra samskipta við karlmenn-
ina innan fjölskyldunnar, en
Sally áleit sjálfsagt, að konan
væri jafningi mannsins í hví-
vetna, líkt og venjan er í fjöl-
skyldum sem okkar.
En samt var vafi minn um, að
Jonni hefði í rauninni nokkuð til
brunns að bera. enn meira óen-
vekjandi. Hann virtist ekki búa
yfir neinni sýnileeri metnaðar-
girni. Hann hafði hætt í gagn-
fræðaskóla eftir tveggja ára nám
og fengið sér vinnu á bensínstöð.
Þetta virtist ekki hafa verið af
einskærri nauðsyn, heldur vegna
þess eins, að hann áliti næga
vasapeninga og einkabíl vera
þýðingarmeiri gæði en mennt-
un. Bíllinn hans var of gliáfægð-
ur og málfar hans of lélegt til
þess, að ég gæti haft mikla trú
á möguleikum hans til þess að
vaxa að manngildi með árunum.
Afstaða mín var í stuttu máli
þessi: Þetta er ómögulegt í alla
staði!
En þegar ég leit hrifninguna
í svip Sally, skynaði ég, að dótt-
ir mín trúði því, að hún hefði
hreppt stóra vinninginn. Ég gerði
mér grein fyrir því, að ég varð
að dylja þennan mikla ótta minn.
Ég kyssti Sally og sagði, að ég
vissi, hversu kitlandi og æsandi
það er, að hlusta á bónorð. Ég
sagði, að við skyldum bara tala
um þetta, þegar pabbi kæmi úr
ferðalagi sínu. Sally faðmaði
mig að sér og sveif burt.
Fyrstu viðbrögð mannsins míns
voru ofsafengin, er ég skýrði
honum frá þessu. „Ég mun ekki
umbera það!“ hrópaði hann. „Við
sendum hana í heimavistarskóla
. . já, til Sviss! Þetta er fárán-
legt!“
Við ræddum þetta klukku-
stundum saman döpur í bragði,
og urðum síðan smám saman á-
sátt um bardagaaðferð. Mjög
bráðlega yrði Sally það gömul,
að henni væri frjálst að giftast á
löglegan hátt samkvæmt eigin
vali, en þangað til ætluðum við
að leita allra ráða til þess að leiða
henni fyrir sjónir þær hættur,
sem blöstu nú við henni. Við ætl-
uðum að vera þolinmóð, blíð og
full samúðar. Við álitum, að ást
okkar beggja og áhyggjur varð-
andi framtíðarheill Sally ynnu
bug á þrá hennar til Jonna.
Sally tilkynnti það stolt og
virðuleg dag einn, að Jonni vildi
gjarnan fá að „tala“ við föður
hennar. Við báðum hana því að
bjóða Jonna í kvöldmat.