Úrval - 01.11.1962, Síða 65
81
„ÉG ÆTLA AÐ GIFTAST JONNA“
Jonni kom næsta kvöld, klædd-
ur í sitt bezta skart með strokið
og gljáð hár. Eftir kvöldmat
sátu þau Sally saman í legu-
bekknum, og ég gerði mér
skyndilega grein fyrir því, er við
sátum þarna á móti þeim hinum
megin við hina ósýnilegu hindr-
un, að Sally sýndi nú Jonna fulla
hollustu sína fremur en okkur,
já, að hún hafði þegar yfirgefið
okkur.
„Herra Bartholomew, ég vil
fá að giftast Sally“, sagði Jonni.
Roger, maðurinn minn, reyndi
af fremsta megni að hafa stjórn
á sér, og hann bar fyrst fram þau
gagnrök, sem hann áleit veiga-
mest. „Og hvernig ætlarðu að sjá
fyrir henni?“ spurði hann óeðli-
lega blíðum rómi.
„Pabbi þó“, greip Sally fram í
í flýti, „ég ætla að fá mér eitt-
hvert starf til þess að byrja með.
Það gera allar stúlkur. Ég ætla
að fara á námskeið fyrir skrif-
stofustúlkur. Við erum þegar bú-
in að semja fullkomna áætlun um
þetta allt saman“. Sally rétti
fram vandlega skrifaða fjárhags-
áætlun, og í svip hennar mátti
greina sakleysislegt sigurhrós,
sem kom mér til þess að vikna.
Áætlun þessi hafði augsýnilega
verið samin og skrifuð fyrir þetta
sérstaka tækifæri. Áætlunin
hljóðaði þannig: „Jonni 75 doll-
arar á viku, Sally: 50 dollarar.
Húsaleiga: 80 dollarar á mánuði.
Skemmtanir 2 dollarar ^ viku.
Föt: 10 dollarar á mánuði.
Maðurinn minn las fjárhagsá-
ætlunina áij þess að segja orð.
Áætlun þessi bar vott um svo of-
boðslega vanþekkingu, að honum
féllust alveg hendur.
Jonni sagði, að hann vildi auð-
vitað ekki, að Sally ynni mörg
ár utan heimilisins. Hann sagðist
vona, að einhvern tíma eignaðist
hann sitt eigið bílaviðgerðarverk-
stæði.
„En hvað um herskylduna?“
spurði Roger.
Jonni yppti öxlum: „Maður
verður bara að bíða og sjá hvað
setur, eins og aðrir verða að
gera“, sagði hann aðeins.
Og þannig lauk fyrstu fjöl-
skylduráðstefnu okkar. Jonni og
Sally heyrðu í raun og veru alls
ekki það, sem við sögðum. Þau
svifu í dagdraumum sínum ofar
bláköldum raunveruleika lífsins.
Ég var viðstödd, þegar Sally út-
skrifaðist úr gagnfræðaskólanum
í júní. Ég öfundaði sárlega for-
eldra þeirra vina hennar og vin-
stúlkna, sem ætluðu að halda á-
fram í menntaskóla. Ég vonaði
enn, þótt lítil ástæða væri til
þess, að hún mundi samt slást í
hóp með þeim þrátt fyrir allt.
Mér varð hugsað til þess, hversu