Úrval - 01.11.1962, Qupperneq 78
94
um, hvort hann ætti að kaupa
hann, af því að konan hans, hún
Marcy, var alls ekki hrifin af
hundum. Hún var lítil og ljós-
hærð. Henni fannst hundur af
Pomernkyni vera einmitt af hæfi-
legri stærð fyrir litla einlyfta
húsið þeirra, sem var umlukt
litlum garði í smábænum Fern-
dale í Michiganfylki. Hann Her-
togi þurfti nokkrar ekrur til að
hamast á. Chuck fór nokkrum
sinnum til hundauppeldisstöðvar-
innar til þess að láta skoða Her-
toga, áður en hann tók fullnaðar-
ákvörðun. Eftir þrjá mánuði á-
kveða hann að eignast stóra Dob-
ermanhundinn. Chuck geðjaðist
fyrst og fremst vel að hundinum
vegna óstýrilætis hans. Það leið
langur tími, þangað til Marcy fór
að sýna hundinum nokkur vina-
hót.
Sú staðreynd er þýðingarmikil
í sögu þessari, vegna þess að nú
þakkar Marcy Hertoga fyrir það,
að Chuck Hooper sigraðist á ó-
gæfunni.
Árið 1953 var Hooper ungur
maður, sem gæfan elti á rönd-
um. Hann var metorðagjarn og
kappsfullur, en ósvikið, góðlegt
bros hans, sem bar skapgæðum
hans vítni, gerði hann mjög að-
laðandi. Hann var yfir sex fet á
hæð, hafði verið í knattspyrnuliði
Marquette-háskólans, og hafði
ÚHVAL
þar að auki verið einn af betri
keppendunum í skólakeppninni í
hnefaleikum. Hann hafði verið í
þungavigtarflokki. Þá var hann
þegar orðinn dugmikill sölustjóri
fyrir Ansul Chemical Company.
Allt virtist ganga honum í hag-
En kvöld eitt að haustlagi, þeg-
gr hann var að aka heimleiðis í
rökkurbyrjun, var bifreið ekið
snögglega inn á veginn framund-
an bifreið hans. Þetta var í New
Castle í Indíanafylki. Farið var
með Hooper til sjúkrahússins, og
kom þá í ljós, að blætt hafði á
heilann, og gerðu blæðingar þær
það að verkum, að hann varð al-
gerlega máttlaus vinstra megin.
Einn af framkvæmdastjórunum
í íyrirtæki því, sem Chuck vann
við, ók Marcy til sjúkrahússins.
Chuck gat alls ekki talað. Hann
gat aðeins andað og séð, og hann
sá tvöfalt. Marcy hringdi í ná-
granna sinn í Ferndale og bað
hann að koma Hertoga fyrir í
hundauppeldisstöð.
Hooper var lífshættulega veik-
ur í heilan mánuð. Er hann hafði
dvalið í fimm vikur í sjúkrahús-
inu, komu menn með þau skila-
boð frá fyrirtækinu, að Hooper
fengi ársleyfi frá störfum með
launum og síðan fengi hann
skrifstofustarf við sitt hæfi í að-
alstöðvum fyrirtækisins í Marin-
ette í Wisconsinfylki.