Úrval - 01.11.1962, Page 84
Vísindamenn vega og meta þau rök, sem virðast mæla
með þvi, að það sé jurtagróður á plánetunni
Marz.
ARZ er vafalaust sá
■m jr hnöttur, sem hefur
alltaf skipað æðsta
sessinn í umræðum
um meðtimi sólkerf-
is okkar. Orsök þess er m. a. sú,
að Mars hefur sýnitegt yfirborð,
sem mögulegt er að rannsaka í
vissum smáatriðum, og í enn
rikari mæli, þegar ptánetan er
i jarðarnánd, þ. e. næst jörðu
á brautu sinni umhverfis sólina.
Pað er þó vissum erfiðleikum
bundið að framkvæma athuganir
á ásigkomulagi Marz, og má m.
a. sjá það af þeirri staðreynd,
að ekki er nægilegt ljósmagn á
plánetunni fyrir skyndiljósmynd-
ir. Taka verður timamyndir, og
þess vegna verða öll minnstu
Eftir Gunnar Friberg.
smáatriðin i myndunum ætíð ó-
greinileg vegna smávægilegra
hræringa, sem ætíð eiga sér stað
í gufuhvotfi okkar. Þar að auki
eru mörg smáatriðin smágerðari
en kornin i Ijósmyndaplötunni.
Það eru þess vegna meiri mögu-
leikar til nákvæmrar athugunar
með hjáip sjónarinnar.
Þrátt fyrir ofangreinda erfið-
leika hafa smám saman safnazt
fyrir mjög miklar upplýsingar
um nágranna okkar i geimnum,
og vafalaust er Marz sú pláneta,
sem við þekkjum bezt til. (þ. e.
a. s. ef við álítum tunglið vera
„systurplánetu“ jarðarinnar).
Helzta spurningin, sem vakn-
ar, er sú, hvort jurtalíf sé fyrir
hendi á Marz. Nú orðið getum
— Or Várld og Vetande. —
100