Úrval - 01.11.1962, Side 111

Úrval - 01.11.1962, Side 111
BODISEA DROTTNING 127 skár bretónskur þjóðflokkur, er kallaður var ísenar. Framan af voru þeir Rómverjum vinveittir, og þeg- ar þáverandi konungur þeirra and- aðist, gaf hann hálft ríki sitt dætr- um sfnum tveimur, en hálft Neró keisara, er þá hafði tekið við ríki af Kládíusi látnum. En einmitt um þessar mundir barst Katusi skattlansstjóra bréf frá Neró. Hann reif bréfið upp og las það, yggldur á brún. „Keisarinn mælir svo fyrir, að við heimtum inn allt það fé, er Kládíus stjúpfaðir hans lánaði bretónskum höfðingjum", sagði Katus við æðsta hundraðshöfðingja sinn. „Geti þeir ekki greitt allar skuldir sínar þegar í stað, verðum við að skattleggja þá af hörku. Hver einstaklingur verður að greiða skatt, jafnvel fyrir það eitt að fá að lifa". ,En hvað um ísenana? Þeir eru auðug þjóð og konungur þeirra ný- dauður. Hann arfleiddi Neró að helming ríkis síns“. „Helming! Það nægir ekki!“ hróp- aði Katus með fyrirlitningu. „Við verðum að hirða ríkið ailt, ef við eigum að gera keisarann ánægðan. Farðu nú til lands ísena og heimtu greiðslu af drottningu og dætrum konungs". „Mér hefur verið sagt, að Bódí- sea drottning sé kona drambsöm og grimmlynd. Setjum nú svo, að hún vilji ekki láta af höndum auð- æfi eiginmanns síns og lönd hans?“ mælti hundraðshöfðinginn. „Hún verður að láta þau af hendi. Veiti hún andspyrnu, skaltu leika hana eins harðlega og þér líkar. Mér geðjast ekki að því, að drambsamar konur bjóði Róm byrg- inn. Það er kominn tími til þess, að þessir hrokafullu ísenar læri sínar lexíur", sagði Katus reiðilega. „Hafðu sveit einvalaliðs með þér“. Hið rómverska herlið fór nú með ránum, drápum og brennum um byggðir ísena, unz það náði höfuð- stað drottningar, þorpi, er saman- stóð af stráþöktum kofum. Fréttir af framferði þess höfðu þegar bor- izt til eyrna Bódíseu, og þegar Rómverjar komu á fund hennar, logaði hún af hatri og reiði. „Hvert er erindi ykkar hingað?" spurði hún. „Við komum í nafni Nerós keis- ara að heimta af yður peninga þá, korn og kvikfé, er eiginmaður yðar heitinn, konungurinn, skuldar okk- ur“, var svarið. „Skuldar, skuldar!" hrópaði Bódí- sea í bræði. „Við skuldum ykkur ekkert, rómversku níðingar! Þjóð mín hefur sýnt ykkur vinsemd, en þið hafið rænt hana, barið og drep- ið niður! Þið skuluð verða að svara til þessara saka, þjófar og morð- ingjar!" „Þögn, kona! Þú skalt verða að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.