Úrval - 01.11.1962, Qupperneq 116
132
. URVAL
getum komið þeim á öruggan stað“.
Þannig hljóðaði skipun Svetóníus-
ar.
Á þeim seytján árum, er Róm-
verjar höfðu stýrt Suður-Bretlandi,
hafði Lundúnaborg orðið að merkri
viðskiptamiðstöð. Sagt er, að þá
hafi búið tuttugu þúsund manns i
borginni. Mestur hluti þeirra bjó í
bjálkakofum, en hér og þar gat að
líta rómversk steinhús, og upp og
niður eftir ánni sigldu mörg skip
seglum þöndum.
I ’borginni ríkti grátur og gnístr-
an tanna, eftir að kunnugt varð um
ákvörðun Svetóníusar. Borgarbúar
gerðu sér lóst, að samkvæmt henni
urðu þeir að yfirgefa heimili sín og
eignir, svo og þá, sem aldraðir
voru, sjúkir eða of veikburða til að
geta gengið með rómverska hern-
um. Styrjaldir koma ævinlega harð-
ast niður á þeim, sem ekki geta
varið hendur sínar. Margir kvödd-
ust nú með harm í huga, en til
voru þeir eiginmenn, er neituðu
að yfirgefa vanheilar konur sínar,
og skyldurækin börn, er ekki kusu
að láta eftir aldraða foreldra sína,
enda þótt þau ofurseldu sig þannig
dauðanum. Þeir, sem heppnina
höfðu með sér, komust undan á
skipum niður ána, líkt og Katus.
Er Svetóníus hafði dregið her
sinn á brott ásamt meirihluta borg-
arbúa, voru engu að síður margir
eftir, er biðu með skelfingu komu
hers Bódíseu. Þeir þurftu ekki lengi
að bíða.
Hinn mikii her drottningar kom
æðandi yfir lyngmóana og slétt-
lendið, þar sem nú eru Bethnal
Green, Shoreditch og Bishopsgate.
Fremst fór vagnlið, er hinir harð-
gerðu hestar ísena drógu, og var
Bódísea sjálf í för með því og
hvatti það áfram. Að baki þess
komu svo fótgöngufylkingar Bret-
ónanna, vopnaðar bogum og örv-
um, spjótum, sverðum og biturleg-
um hnífum.
Þeir réðust miskunnarlaust á
húsaþyrpingarnar og verzlanirnar,
þar sem nú er Treadneedle Street
og Cornhill. Fólkið flýði undan
þeim með skelfingarópum.
,,Þyrmið engum Rómverja, því
þeir þyrmdu ekki okkur!“ fyrir-
skipaði Bódísea hörkulega.
Er sverð og eldur höfðu lokið
voðaverkum sínum, voru Lundúnir
borg ösku og andaðra manna. Bódí-
sea hafði fullkomlega hefnt sín.
Svetóníus var hins vegar ráðinn
í að láta ekki við svo búið sitja.
Óðar en hann hafði safnað °aman
hinum dreifðu legíónum sínum og
aflað sér liðs frá vinveittum þjóð-
flokkum, stefndi hann aftur til
Lundúna. Segir sagan, að hann hafi
haslað óvinum sínum völl þar sem
King’s Cross station er á okkar
dögum. Bódísea gerði áhlaun úr
austri og hinn mikli herafli hennar