Úrval - 01.11.1962, Page 124
DULAR FULLUR TÖFR AMÁTTUR
FUGLASÖNGS
Eftir Donald og Louise Peattie.
ANN' hefst í birtingu, um
leiS og vonirnar vakna.
Streymir út i morguns-
árið, eins og hann eigi
upptök sín i einni meginlind
gleSi og unaðar. Söngrödd, eðli-
leg og örugg, svo tekur önnur
fuglsrödd undir, síðan hver á
eftir annarri unz þúsundradda
kór fagnar nýjum degi.
Engin hljóð eða hljómar eru
manni kærkomnari en fuglasöng-
ur. ÞaS er ekki eingöngu fyrir
hina margbreytilegu fegurð hans
heldur á það sér djúplægari or-
sakir. Söngur fuglanna er tungu-
mál án orða, en þó með sinni
meiningu. Við skiljum það að
vísu ekki, en þó er það eitt atriði
í sambandi við töframátt fugia-
söngsins, sem við megum vita.
Sá máttur á uppruna sinn i
dýpstu og innilegustu vellíðan,
sem vorið vekur. Hann er lof-
söngur til lífsins og' viðfangsefna
þess.
Eins og heyra má af söng fugl-
anna, er þeim gefið óviðjafnan-
legt hljómmyndunartæki til
flutnings á tónverkum sínum,
ólíkt fullkomnara en sá radd-
bandabarki, sem manninum er
gefinn, svo að hann geti látið til
sin heyra. Fuglsbarkinn er ein-
hver hinn fjölhæfasíi og fínstillt-
asti hljómgjafi, og því getur hann
— Úr „Au Grand Air“, stytt —
140