Úrval - 01.11.1962, Page 127

Úrval - 01.11.1962, Page 127
TÖFRAMÁTTUR FUGLASÖNGS 143 um þroska fyrstu sex vikurnar, en eftir það taki hann litlum breytingum. Þann söng, sem fugl- inn lærir fyrstu vikurnar á ævi sinni, syngur hann síðan upp aftur og aftur, vor eftir vor og dag eftir dag, þau ár sem hann lifir. Fyrir bragðið tileinka sumar tegundir sér viss söngafbrigði á takmörkuðum svæðum, rétt eins og mállýzkur þróast meðal manna. Til dæmis hefur komið á daginn við athugun, að söngur vissra fugla í miðfylkjum Banda- ríkjanna, er talsvert frábrugð- inn söng fugla, sömu tegundar, i öðrum fylkjum. Það er þvi ekki fyndni eingöngu, að jafnve-1 þrestirnir í Boston hafi sinn sérstaka framburðarhreim. Til eru fuglar, sem geta hermt eftir söng annarra fuglategunda; sannreynt er að frægustu hermi- krákurnar i þeim hópi geta hermt eftir söng alit af 32 fugla- tegunda ■— þótt þar sé á stundum nánast til tekið um skopstælingu og skrumskælingu að ræða. Sum- ir þeirra, til dæmis skjórinn, eru þó hreinir snillingar hvað hermi- list snertir. Maður nokkur sem hafði bláskjóra í búri á skrif- stofu sinni til að kanna þessa hæfileika þeirra, uppgötvaði þar einn slíkan snilling. Hann gat ekki einungis hermt nákvæmlega eftir brakið í skrifstofustólnum, eða þegar blístrað var á hundinn, heldur og hávaðann i krökkun- um, þegar þau börðu að dyrum. Hversu fagran fuglasöng, sem þú kannt að heyra, er líklegt að enginn láti þér eins yndislega í eyrum og þeirra, sem sungu fyrir þig þegar þú varst í æslcu. Söng- ur fuglanna heima er sérstökum töframætti gæddur. Brezk kona, sem dvalizt hafði vestur í Kali- forníu um tuttugu ára skeið, varð á. stundum gripin heimþrá, enda þótt hún yndi hag sínum hið bezta vestur þar, og vildi í raun- inni ekki hverfa aftur heim til Bretlands. „En það er bara þetta — það eru ekki þeir réttu fuglar, sem syngja hérna,“ mæiti hún eitt sinn með grátstaf í rödd- inni. Einnig getur söngur vissra fugla orðið nátengdur minning- unni um bernskustöðvarnar, þannig að hann kalli fram vissar myndir i huga, í hvert skipti sem maður heyrir hann hljóma í eyr- um sér og endurvelti unað löngu liðinna stunda. Og einmitt í þessu er hinn mikli ieyndardómur, varðandi töframátt fuglasöngs- ins fólginn, að hann veitir okkur meira yndi og gæðir líf okkar sannari og einlægari fegurð, en nokkur orð megna, enda þótt þar sé í rauninni um að ræða tungu- mál, sem við fáum aldrei skilið í eiginlegri merkingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.