Úrval - 01.11.1962, Blaðsíða 137
Á FARALDS FÆTI UM TIBET
153
Dr. Anclré Migot er merkilegur viaður. í fyrri heimsstyrjöld-
inni var hann herlæknir í liði Frakka, og stundaði síðan lœknis-
stöf í Frakklandi um árabil, unz liann ferðaðist á reiðhjóli uyn
Indland, þvert og endilangt — en hann hefur alltaf haft mikinn
áhuga á austurlenzkum trúarbrögðum.
Hann var lœknir í Paris, þegar ÞjóÖverjctr hernámu landið í
siðari heimsstyrjöldinni, en að styrjöld lokinni, hélt hann til
Indókína, þar sem hann sinnti lœknisstörfum. Undir jól 19If6
lagði hann af stað, til að svala fróðleikslöhgun sinmi og forvitni,
yfir kínversk-tibesku landamærin og ferðaðist þar um héruð,
sem fæstum voru kunn.
Stundum slóst hann í för með innfœddum ferðalöngum, en oft
var hann svo til einn á ferð. Þegar hann hugðist halda til Lhasa,
var hann dulbúinn sem tibezkur lamamunkur. Þeirri ferö lýsir
hann í bók sinni ,,Á faralds fæti um Tibet“, og verður hér reynt
að ná nokkrum af hinum Ijóst dregnu myndum, sem harnn bregð-
ur upp af örðugleikunum og hættunum, sem hann komst í kynni
við inni á hinu hrikalega hálendi Asíu.
I__________________________________________________________ >
IÐ lögðum af stað
frá Ivunming í dög-
un, þann 18. desem-
ber 1946, er íbúar
kofanna í úthverfum
borgarinnar, þar sem við fórum
um, voru enn 1 fastasvefni.
Árum saman hafði ég þráð
þessa stund. Það er fátt, sem fær
vakið með manni jafn innilegan
fögnuð, og að leggja upp í lang-
ferð í sólaruppkomu.
Þegar kom út fyrir borgina,
tóku fjöllin við. Fyrst aflíðandi
halli, síðan snarbratlir hryggir,
hver á eftir öðrum, svo mér veitt-
ist erfitt að sitja á hestinum.
Stöðugt vorum við að mæta
hópum burðarmanna, sem gengu
álútir undir þungum klyfjum af
viði, salti, viðarkolum og tóbaki,
eða þeir báru á baki sér stórar
karfir með gaggandi hænsnimi
ellegar feitum, svörtum grísum,
skrækjandi og rýtandi.
Hvar sem maður ferðast um
Ivína, mætir maður þessum löngu
lestum burðarkarla, 'sem hlykkj-
ast eftir vegunum niðri í daln-
um og fjallastígum, tautandi og
tuldrandi einhverja taktfasta si-
bylju, sem léttir þeim gönguna.