Úrval - 01.11.1962, Síða 141
A FARALDS FÆTI UM TIBET
157
inn og enn síður á húsráðend-
Ur. Þegar burðarkarlarnir höfðu
fengið dálitið af hrísgrjónum i
xvanginn, gerði ég því enn eina
tilraun til að fá þá ofan af fyrir-
ætlun sinni, svo við kæmumst
sómasamlega dagleið og gætum
fengið þægilegri ‘og öruggari
náttstað, e-n þeim var ekki úr
að aka. Sögðu þeir að það væri
þriggja stunda gangur til næsta
þoi'ps og' ógerningur að ná þang-
að fyrir myrkur.
Það var því ekki um annan
kost að velja en hafa náttstað
i þessari skuggalegu krá á af-
skekktasta svæðinu i hinum eyði-
lega dal. Ég fékk mér aðra skál
af hrísgrjónum með dálitlum
bita af feitu fleski, og var síðan
vísaö til sængur í þröngri og
myrkri herbergiskytru.
Hinum megin við þilið lá hóp-
ur burðarkarla í ópíumdvala.
Sumir þeirra umluðu og stundu
án afláts, en ég var dauðþreyttur
og sofnaði brátt í, þessu óhugn-
anlega umhverfi.
I ræningjaklóm.
Ég var kominn á fætur um
sexleytið, vildi komast sem fyrst
út í sólskinið og hreina loftið.
Ég var að vefja saman svefn-
poka mínum, þegar einn af burð-
arkörlunum kom æðandi inn í
herbergiskytruna, náfölur og
skjálfandi á beinunum og' óð á
honum, en ég skildi ekki auka-
tckið orð, en duldist ekki að
mannaumingjanum yar mikið
niðri fyrir.
Þegar ég' kom fram fyrir, sá
ég að þar voru komnir nokkrir
sjáifboðnir gestir, gráir fyrir
vopnum og þorparalegir, og þeg-
ar önnum kafnir við að athuga
farangur minn. Þegar þeir veittu
mér athygli, báðu þeir mig óðara
um lykil að fatatösku minni.
Fyrst i stað hugsaði ég sem
svo, að þetta hlytu að vera her-
menn, scm væru að svipast um
eftir ópíumsmyglurum, sem all-
mjög létu til sín taka á þessum
slóðum; þótti mér það þvi dálítið
kynlegt, að einn af þeim brá fata-
töskunni á öxl sér og' skundaði út
með hana, áður en mér hafði unn-
izt tími til að finna lykilinn.
Burðarkarlar mínir stóðu titr-
andi og skjálfandi úti í horni og
höfðust ekki að, en ég veitti ná-
unganum eftirför, og með alls-
konar handapati tókzt mér ein-
hvern veginn að fá hann til að
komá með töskuna inn aftur.
Ég þóttist viss um að ég ætti
þarna i höggi við ræningja. Og
um leið og ég kom inn fyrir
þröskuldinn aftur, réðust tveir
þeirra á mig og tæmdu alla mína
vasa, en sá. þriðji svipti af mér
úlpu minni og Leica-myndavél-
inni — en sá fjórði tók af mér
skóna. Ég var með öðrum orðum