Úrval - 01.11.1962, Side 147
Á FARALDS FÆTI UM TIBET
undursamleg tónlist frá hinum
myrku klausturbyggingum og
fylti loftiÖ ljúfum hreimi; þannig
ákölluðu lamarnir guðdóm sinn.
Fyrst kvað við þungur og
dimmur gnýr trompetanna miklu,
sem magnaði myrkrið annarleg-
um seiðtöfrum, en þegar hann
þagnaði varð andartaks þögn unz
söngur ungmunkanna hófst —
lágvær, silfurskær og hreinn,
ójarðneskur í tjáningu sinni og í
senn þrunginn þjáningum manns-
sálarinnar og þeim friði, sem hún
öðlast, ei'tir að hafa sigrazt á
þeim.
Ég dvaldist löngum í klaustr-
inu, þar sem ég komst hrátt í
náin kynni við munkana —
þeirra á meðal „hinn lifandi
Búddha“ sem var æðsti maður
allra klaustranna í Kantze. Um
eitt þúsund munkar dveljast í
stærsta klaustrinu þar í borg, og
er það um teið eitt af þeim
stærstu í Sikang-héraði. Er það
sérkennileg og tilkomumikil
bygging, sem stendur i fögrum
garði, og fegursta útsýn til fjalla
af hinum mörgu, litlu svölum
þess.
Efst á hæðinni gnæfa þær
byggingar, þar sem ábótinn og
aldursforseti lamanna hafa að-
setur sitt, en aðrar byggingar
klaustursins standa á þrepum i
brekkunni, svo til að sjá minnir
163
þetta mann á spilahús, reist
hvert ofan á öðru.
Viðsmjörið á altarislömpunum
brennur með daufum, flöktandi
loga, sem veitir líkneskjunum
dularfullt líf.
í einu af hinum minni must-
erum gat að lita fjórar miklar
líkneskjur af Búddha — þar á
meðal af hinum væntanlega
Búddha sem einn Búddhamynd-
anna situr teinréttur að evrópsk-
um sið, þar sem Búddhatrúar-
menn telja að næsta holdtekja
hans verði á Vesturlöndum, en
ekki í Asíu.
Þrír lamar lágu á bæn frammi
fyrir líkneskju, sem hulin var
blæjum, en mjög skuggsýnt var
inni í þvi musteri og allir vegg-
irnir joaktir rykföllnum tjöldum
úr silki, myndofnum reflum, veif-
um og djöflagrímum.
Inn i helgidóm þennan lá
breiður gangur, þar sem allt var
fullt af vopnum — ævaforn-
um tinnubyssum, breiðsverðum
furðulega skreyttum, skjöldum
og hringabrynjum. Þótti mér
undarlegt að rek?st á vopnabúr
í helgidómi „hins friðsæla", en
lamarnir fullvissuðu mig um að
vopnum þessum hefði aldrei ver-
ið beitt og að þau hefðu ekki
neina hernaðarlega þýðingu.
Kantze er Mekka þeirra í Sik-
ang. Sækja pílagrimar þangað
hópum saman til að taka þátt í