Úrval - 01.11.1962, Page 149
Á FABALDS FJETI UM TIBET
165
Ég tók ekkert annað meS niér,
en það sem ég gat ekki komizt
af án. Tíbezku stígvélin mín voru
farin að láta á sjá, enda hafði ég
gengið í þeim alla leið frá Kang-
ting; sólarnir voru slitnir orðnir
eftir stöðug og náin kynni af
klaka, Ieir og grjóti.
Úlpan mín var gerð úr tíbezku
vaðmáli og' sama var að segja
Um brækurnar. Utanyfir klæddist
ég svo í gamlan lamakufl sem
Gelu — ungur lama, sem ráðizt
hafði til ferðar með mér hafði út-
vegað mér. Og þegar ég hafði
sett gamla og snjáða hettu á
snoðrakað höfuð mér, var didar-
klæðnaður minn sem lamamunks
fullkomnaður.
Þegar ég hafði komið poka
með þurrkuðum höfrum og
smjörböggli fyrir í skreppu
minni, læddist ég niður stigann,
út úr húsinu og yfir garðinn,
tókst að sleppa hávaðalaust út
um garðshliðið og hélt síðan för
minni áfram um myrk og krókótt
strætin.
Allt var hljótt — nema lrund-
arnir — og borgin i fastasvefni.
Og hundarnir i Tíbet eru sígelt-
andi allar nætur, svo enginn tek-
ur mark á þeim, að minnsta kosti
ekki í borgunum. Ég komst um
brúna yfir Yangtze og inn i Tíbet,
án þess að mæta nokkrum lifandi
manni.
Undir dögun kom ég' þangað,
sem við félagi minn höfðum mælt
okkur mót. Það var í skjóli undir
lágri hæð, þar sem hjarðmenn
höfðu einhvern tíma bvggt sér
lítinn kofa.
Gelu var þar fyrir. Hann hafði
kveikt eld til að orna sér við og
hvíla sig, en liann hafði hingað
til haft meira erfiði en ég, þar
sem hann hafði borið auðsynleg-
an leiðangursbúnað okkar beggja
— stóran poka af þurrkuðum
höfrum, tvo mikla teböggla, suðu-
pott og' þunga gærufeldi. Þar að
auki hafði hann meðferðis erma-
lausa úlpu handa mér, fóðraða
gæruskinni, gamla, óhreina og
vonda, eins og lamar bera, og
skikkju úr stungnum flóka, svo
ekkert skorti á dulbúning minn.
Og þar sem við höfðum nú báð-
ir gerzt pílagrímar, drukkum við
teið okkar og átum hnefafylli af
þurrkuðum höfrum og lögðum
svo af stað. Báðir höfðum við
pílagrímsstafi í höndum, með þrí-
hyrndri þynnu á efri enda, og er
það aldagamalt einkenni slíkra
ferðalanga.
Þegar við höfðum gengið þann
dag allan, breiddum við gæru-
feldi okkar á jörðina og lögðumst
fyrir, örmagna af þreytu. Höfð-
um ekki einu sinni dugnað i okk-
ur til að fá okkur hafrahnefa.
Strax er dagaði kveiktum við
bál úr kvistum og grasi og liit-
uðum okkur te. Röktum síðan