Úrval - 01.11.1962, Qupperneq 150
166
götuslóðann um fjöllin, unz við
fórum niður bratta brelcku og
blasti þá við okkur slétta, víð og
grasi vaxin, þar sem sauðfé, jak-
uxar og hross stóðu á beit, þús-
undum saman.
Við áttum nú framundan frjó-
samasta graslendi í Norðaustur
Tíbet, kannski bezta heitiland í
allri Aslu. Hingað og þangað um
sléttuna gaí að lita hin svörtu
tjöld hjarðmannanna — en þeir
voru því alvanir að sjá pílagríma
j)arna á slangri, og 'hví skyldu
þeir þá veita okkur sérstaka at-
hygli
Um nóttina völdum við okkur
svefnból í skjóli við lága kletta,
en höfðum naumast fest blund,
þegar óveður mikið skall yfir.
Við vöfðum að okkur gærufeld-
ina og reyndum að halda bálinu
logandi, meðan við biðum þess
að hamaganginum slotaði.
Okkur sóttist vel ferðin yfir
sléttuna næstu daga, og innan
skamms nálguðumst við þann
stað, þar sem við vissum okkur
mesta hættu búna á allri leiðinni
til Lhasa — lamaklaustrið mikla,
Trashi Gompa.
Þegar við vorum komnir í ná-
munda við það, leitaði ég fylgsna
bak við kletta nokkra, en Gelu,
félagi minn, skrapp i njósnaferð.
Hann kom aftur að stundu lið-
inni og kvaðst álita að við gæt-
um farið fram hjá klaustrinu
ÚRVAL
nokkurn veginn áhættulaust.
Klausturbyggingarnar miklu
stóðu hátt upp í fjallshliðinni,
alllangt frá fljótinu. Ekki var
heldur nein byggð eða tjaldbúðir
meðfram veginum, og þar eð pila-
grímar voru stöðugt á ferli á
þessum slóðum, var ólíklegt að
för okkar þætti á nokkurn hátt
grunsamleg.
Kvöldsett var orðið, þegar við
fórum þar fram hjá, og var það
mikilfengleg og ógleymanleg
sjón að sjá hinar miklu klaustur-
byggingar, hátt uppi á hamra-
snösunum, baðaðar í skini hníg-
andi sólar, og var þá sem hin
gullnu þök Ioguðu í eldi brenn-
anda.
Þegar við höfðum gengið í
rúma klukkustund eftir veginum,
bar okkur að hengibrú úr staur-
um, sem lá yfir fljótið. Sól var
hnigin, en bjarminn af varðeld-
unum og hundgáin handan við
fljótið, gaf okkur til kynna að
fólk hefðist þar við.
Þegar við voruni að stíga út á
brúna, koinu konur tvær og
drengur í för með þeim, fram úr
myrkrinu fyrir handan og ráku
nokkrar kindur á undan sér.
Brúin var þröng, og vakið
gat grun ef við gerðum beina
tilraun til að forðast þau.
Það er einkenni á tíbezkum
konum, að þær eru skrafhreifnar