Úrval - 01.11.1962, Blaðsíða 151
Á FARALDS FÆTI UM TIBET
vel og þurfa margs að spyrja, og
þessar voru þar ekki nein undan-
tekning. Hvaðan komum við,
hvert vorum við að fara og' hvað-
an vorum við og allt það. Þær
þóttust sjá að við værum lamar
á pílagrimsreisu, og kröfðust þess
eindregið að þær mættu auðsýna
okkur alla gestrisni í tjaldi sínu
næturlangt.
Gelu beitti því Ijragði að láta
móðan mása og draga þannig að
sér athygli þeirra, en ég hélt niig
í nokkurri fjarlægð, þuklaði
talnahand mitt án afláts, og lét
á allan hátt í það skína að ég
stigi að minnsta kosti ekki í
Vitið. Reyndi Gelu að gera þeim
skiljanlegt, að við hefðum dreg-
izt aftur úr liópi pilagríma, yrð-
um því að vera á ferðinni nætur-
langt til að ná þeim, og mættum
því ekki þiggja hið vinsamlega
boð. Létu konurnar það sér sæmi-
lega lynda, en ráðlögðu okkur
þó að koma við í tjöldum lengra
uppi í dalnum, ef við vildum
hvíla okkur yfir lágnættið; var
það ráð okkur ábending um að
forðast þann stað þótt myrkt
væri.
Handan við fljótið gerðist leið-
in torfær mjög, sums staðar ekki
annað en einstigi tæpt á kletta-
brún og hengiflug framaf, niður
í fljótið. Létum við því brátt
fyrirberast, þar sem við fundum
þægilegt afdrep í klettaskoru, og ‘
167
ákváðum að halda ekki lengra
fyrr en birti aftur af degi.
Þessi nótt varð okkur ekki
einungis liin kaldasta, heldur
stóð og rök þoka upp af fljótinu.
Við vorum því fegnir þegar birti
og við gátum haldið ferðinní
áfram og gengið úr okkur nætur-
Iirollinn.
Leiðin varð stöðugt torgeng-
ari, einstigin tæpari fyrir kietta-
snasirnar, en fljótið fyrir neðan,
beljandi og illúðlegt, og loks,
þegar dalurinn þrengdist æ meir,
tók við snarbratt klif upp úr
gljúfrunum. Sól skein í heiði,
og þótt við værum komnir í
5.000 m hæð, var hitinn lítt þol-
andi.
En niðri í gljúfraþrengslunum,
þar sem sól náði aldrei að skína,
var fljótið á þykkum isi.
Dularfull eftirför.
Það var um þetta leyti, sem
ég veitti því athvgli, að Gelu
nam staðar öðru hverju og horfði
um öxl niður í dalinn. Það var
áhyggjusvipur á andliti hans, en
ekki vildi hann þó segja mér
hvers vegna, og sjálfur sá ég ekki
neitt uggvekjandi, þótt ég liti
um öxl, í sömu átt og hann. Ekk-
ert nema kletta, fannir í giljum,
og aftur kletta.
Það var ekki fyrr en stundu
seinna, að ég kom auga á tvær