Úrval - 01.11.1962, Side 152

Úrval - 01.11.1962, Side 152
1G8 ÚR VAL dökkar þústur á hreyfingu um götuslóðann, langt fyrir aftan okkur og neðan. Þústur þessar bar svo hratt yfir, að þar gat ekki verið um að ræða annað en menn á reið, og það var sannarlega dá- lítið dularfulit á svo fáförnum slóðum. Gelu var bersýnilega sömu skoðunar, enda þótt hann reyndi að hughreysta mig' og telja mér trú um að ekkert gæti verið við þetta að athuga; þetta hlytu að vera einhverjir kaupahéðnar á ieið til Lhasa, en áhyggjusvipur- inn sannaði að hann trúði þvi ekki sjálfur. Riddarar þessir fóru geist, þótt vegurinn væri torfær, og innan skamms gátum við greint að þeir höfðu riffla um öxl. Það var þýðingarlaust fyrir okkur að fara í felur; þeir höfðu áreiðan- lega komið auga á okkur, og því ekki um annað að velja en setj- ast og bíða komu þeirra. Um leið og þeir komust i kall- færi við okkur, kvöddu þeir okk- ur vingjarnlega og svöruðum við kveðju þeirra á sama hátt. Siðan stigu riddararnir af baki hestum sínlm og fengu sér sæti hjá okk- ur, tóku okkur tali og voru hinir alltillegustu, eins og títt er í Tí- bet, þegar menn hittast á förnum vegi. Ég lét sem minnst á mér bera, lék aulann og svaraði ekki nema einsatkvæðisorðum, kæm- ist ég ekki hjá að segja eitthvað. En riddararnir virtust einmitt hafa sérstakan áhuga á mér og spurðu mig í þaula — frá hvaða þorpi ég væri kynjaður, hver væri tilgangur minn með þessari pílagrímsferð og þar fram eftir götunum. Ég skikli þegar að megintil- gangurinn með þessum spurn- ingum öllum saman, var að fá mig til að tala, en þótt ég hefði þegar náð nokkurri leikni í mál- inu, þurfti ekki nema nokkrar setningar til að fullvissa þá um að ég væri útlendingur.Og hvorki dularbúningurinn né óhreinind- in gátu dulið það þeim, sem sátu við hlið mér, að andlitslag mitt var dálitið frábrugðið því sem tíðkaðist meðal innfæddra, þarna á þaki heimsins, eins og Tíbet- anar kalla ættland sitt. Þess á milli heyrði ég að ridd- ararnir ræddu um mig sín á milli. Það hefði ekki verið úti- lokað, að dulargervi mitt gæti blekkt einfalda fjárhirða, en þessir menn voru báðir greindir og gætnir og létu ekki segja sér alla hluti. Ég afréð því að hætta öllum leik og segja þeim allt eins og það var — ég væri útlendingur, sem hefði dvalizt um skeið í Tíbet, og Búddhatrúarmaður,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.