Úrval - 01.11.1962, Page 155
A FARALDS FÆTI UM TIBET
171
þá nokkurt svar kæmi — og
fjárhagur minn var ekki slíkur,
að ég gæti tafið för mína á þann
hátt.
Ég þakkaöi því þeim góða
sýslumanni alla hans velvild og
viðtökur, og skýrði honum frá
því, að ýmissa ástæðna vegna
yrði ég að halda aftur til Jye-
kundo. Honum létti bersýnilega,
þegar hann heyrði þá ákvörðun
mína, sem hann kvað hina vitur-
legustu, þar eð þess væri vart að
vænta að undanþága yrði veitt.
Nú komst ég að raun um, að
ég átti ])að að þakka tibezku lcon-
unum tveim, sem við höfðum
mætt á brúnni um kvöldið, og
vildum ekki þiggja gistingu af,
að högum mínum var nú svo
komið. Þær höfðu skýrt ná-
grönnum sinum frá fundi okkar,
og vakið grun með varðmönnun-
um, sem óðara gripu til sinna
ráða, eins og skyldan bauð.
Og nú átti ég ekki annars úr-
kosta, eftir allt það erfiði, sem
ég hafði á mig lagt, en snúa við.
Ég hafði teflt djarf og tapað, en
taflið hafði engu að síður verið
þess virði; allir erfiðleikarnir,
sem ég hafði átt við að stríða,
mundu gera mér förina enn
minnisstæðari. Lif pilagrimsins
— Klippið hér
--------------------;---------------------------------------------->
Hefur þú þörf fyrir 2 þúsund króna aukatekjur
í næsta mánuöi?
Einstakt tækifæri. Þú getur unnið Þér inn í frístundum
2 þús. kr. eða meira í hverjum mánuði. ÚRVAL þarf á fleiri
fulltrúum að halda til þess að taka á móti áskriftum alls-
staðar á landinu. Engin reynsla áskilin og þú þarft ekki
einu sinni að fara að heiman og jafnvel rúmfastir sjúklingar
gætu gert þetta. Þú sendir einfaldlega til allra þeirra, sem
þú nærð til litla fallega miða, sem við útvegum þér ókeypis.
Pantanirnar streyma tii þin í gegnum síma, póst og með
persónulegu sambandi.
Þetta er aðeins ein leið til þess að fá pantanir, við munum
láta þig vita um aðrar, sem eru jafn léttar.
Hefurðu áhuga?
Útfylltu þá miðann, hinum megin á blaðsíðunni og sendu
okkur.
V.