Úrval - 01.11.1962, Page 157
Forseti Bandcinlejanna er áldrei meira en tveggja mínútna
leið frá síma hvar sem hann er.
Eftir Irwin Ross.
Þ
EGAR Kennedy for-
seti var í opinberri
heimsókn í Frakk-
landi í júnímánuði
árið 1961, þá þurfti
einn af aðstoðarmönnum hans í
Washington að ná til hans í
skyndi. Hann tók upp símatæki
í Hvíta húsinu, heyrði, að gefið
var samband við símastúlku í
París og síðan gegnum talstöð
við bifreið forsetans, sem var rétt
utan við höllina í Versölum.
Leyniþjónustumaður svaraði taf-
arlaust í bílasímann. „Hvenær
mun forsetinn geta komizt í sím-
ann?“ spurði aðstoðarmaðurinn.
„Hann stendur hérna sjö fet-
um frá mér,“ sagði leyniþjón-
ustumaðurinn. „Ég skal spyrja
hann.“ Það hafði tekið afgreiðslu-
stúlkuna við skiptiborðið í Hvíta
húsinu nákvæmlega 90 sekúndur
að ná til forsetans í 3600 mílna
fjarlægð.
„Hvert sem forseti Bandaríkj-
ana fer, næst til hans af þeim,
sem um ,,fjarskiptin“ sjá í Hvita
húsinu. Þótt hann fljúgi í þrýsti-
loftsflugvél flughersins í 40.000
feta hæð, er fljótlega hægt að
ná þar sambandi við hann gegn-
um útvarpssíma eða fjarrita.
Talstöð tengir hann við land,
þegar hann stundar siglingar út
af Cape Cod. Þegar hann heldur
ræðu, stendur ætíð sími við
ræðupallinn, og sá sími er í sam-
bandi við Hvíta húsið. Þegar
hann stundaði enn golf, áður en
— Úr „The Diplomat“, stytt —
173