Úrval - 01.11.1962, Blaðsíða 163
,TAUGAMIÐSTÖГ HVÍTA HÚSSINS
179
forsetahöllinni nýju. Nægðu þeir
alls ekki fyrir starfsfólk Eisen-
howers og þann hóp blaðamanna,
sem honum fylgdi. McNally lét
það ekki á sig fá, heldur útveg-
aði sér 40 fjarrritara víðs vesar
að úr Bandaríkjunum, lét fljúga
með þau tæki til borgarinnar
Brasilíu ásamt útvarpssendi-
stöðvum, móttökustöðvum og
öðrum útbúnaði. Brasilíumenn
settu svo upp eina útvarpssendi-
stöð og starfsmenn McNally aðra
itl þess að senda bæði orðsend-
ingar frá síma og fjarrita til Rio
de Janeiro, en þar voru þær síð-
an sendar áfram með hjálp fjar-
skiptakerfa hins opinbera. Þeg-
ar forsetinn kom til borgarinnar
Brasilíu ásamt starfsliði sínu,
var komin þar upp fjarskipta-
miðstöð, sem var nægilega stór
og fullkomin fyrir þarfir alþjóð-
legarar ráðstefnu.
Mestur hluti orðsendinga fer
um hin venjulegu, opinberu fjar-
skiptakerfi í Washington. Fjar-
skiptaskrifstofan, sem Dewey
Long hefur verið yfirmaður fyr-
ir síðan 1933, er þannig útbúin,
að hún getur tekið við eða sent
6000 símskeyti á dag. Aðalskipti-
borðið er í notkim allan sólar-
hringinn. Við það vinna 12 stúlk-
ur undir stjórn Grace E. Earle.
Hinar 359 línur þess afgreiða um
10.000 símtöl á dag. Það sér ekki
aðeins fyrir þörfum Hvíta húss-
ins ,heldur er það beinn tengi-
liður milli allra ráðherrana og
yfirmanna helztu ríkisstofnana
og opinberra skrifstofa.
Þar að auki er um að ræða
„sérstakt" skiptiborð, en það
gerir forsetanum meðal annars
fært að ná „öruggu“ símasam-
bandi við um tylft geysilega
þýðingarmikilla stofnana og Mc-
millan forsætisráðherra í Lun-
dúnum. Öll samtöl, sem um
það skiptiborð fara, verða fyrir
sérstökum rafeindatruflunum, og
væri um símahlerun að ræða,
myndu samtölin ekki líkjast
nokkru máli.
Fyrsta símanum var komið
fyrir í Hvíta húsinu árið 1878
í stjórnartíð Hayes forseta, en
hann notaði símann mjög sjald-
an. Þegar komið var fram á árið
1901, var orðið það mikið af
símatækjum í húsinu, að þörf
var fyrir lítið skiptiborð. En
Theodore Roosevelt forseti var
ekki hrifinn af símtölum og not-
aði aðeins símann í ýtrustu neyð.
Woodrow Wilson hafði raunveru-
lega andúð á símanum. Síma-
stúlkunum í Hvíta húsinu var
fyrirskipað, að þær mættu aldrei
hringja í forsetann. Herbert
Hoover varð fyrsti Bandaríkja-
forseti sem hafði símatæki á