Úrval - 01.11.1962, Síða 167
„TAUGAMIÐSTÖГ HVlTA HÚSSINS
í því augnamiði að flýta fyrir
sambandi, ef forsetinn getur ekki
komið í símann þá stundina, en
ætlar að hringja í viðkomandi
við fyrstu hentugleika. Einnig
er þetta gert til þess að afhjúpa
þá, sem gabba og þykjast vera
aðrir en þeir eru. Það er ekki
langt síðan, að ,,fylkisstjóri“
nokkur í Miðvesturríkjunum bað
um að fá að tala við forsetann.
Símastúlkunni fannst rödd „fylk-
isstjórans" vera helzt til ungleg.
Tortryggni hennar reyndist rétt-
laetanleg, þegar hún spurði, hvað-
an hann hringdi, og komst þá að
því, að „fylkisstjórinn" áleit
fylkisstjórabústaðinn vera í allt
annarri borg en hann er í raun
og veru.
Dag nokkurn í marzmánuði
hringdi ung kona frá Colorado og
sagðist vera Jacqueline Kennedy.
Símtalið skyldi greiðast af Hvíta
húsinu. Rödd hennar hljómaði
mjög líkt og rödd frú Kennedy,
en símastúlkan vissi, að forseta-
frúin var þá stundina í Indlandi.
„Við hvern vill frú Kennedy fá
að tala?“ spurði stúlkan konuna,
en þá hrópaði röddin: „Nú, auð-
vitað við hann Bud, eiginmann-
inn minn, — forsetann!" Síma-
stúlkan neitaði því kurteislega
að gefa samband.
Það var Jacqueline Kennedy
sjálf sem olli eitt sinn einna
183
mestu uppnámi f jarskiptadeildar-
innar og leyniþjónustunnar. Sum-
ardag nokkurn var forsetinn að
sigla úti fyrir Cape Cod ásamt
Dean Rusk utanríkisráðherra og
Maxwell Taylor hershöfðingja.
Frú Kennedy var á vatnaskíðum
í grennd við þá. Þegar hún klifr-
aðist aftur upp í vélbátinn, tók
hún upp útvarpshljóðnemann,
sem var tengdur við kerfi leyni-
þjónustunnar. Hún notaði réttu
dulmálskenniorðin og tilkynnti
alvarlegri röddu: „Forsetinn var
einmitt að detta útbyrðis í þessu
og utanríkisráðherrann er á leið-
inni.
Allt komst í uppnám í aðal-
stöðvunum, þangað til hægt var
að senda þau skilaboð þráðlaust
frá báti forsetans, að þeir væru
heilir á húfi. Stundum virðist
fjarskiptakerfið jafnvel geta ver-
ið of fullkomið.
Vandaðu mál þitt.
Lausn af bls. 97.
1. glápa.
2. kvenhár.
3. raupsamur.
4. ginna.
5. land.
6. þiðna.
7. saur.
8. visdómstönn.
9. snurða á þræði.