Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 113
ÉG l'ÉKK SLAG OG NÁfíl MÉR AFTUR
103
undantekningarlaust viðkvæmir
og önuglyndir, og grátgjarnir.
Ég var tvo mánuði hjá dr.
Rusk, og enn fæ ég æfingameð-
ferð samkvæmt fyrirmælum
sjúkrahússins 2—3 tima á dag.
þrisvar i viku. Ég hef verið
mjög heppinh með alla þá um-
hyggju. En það má einnig ná
ágætum árangri heima. Engar
æfingar skyldu samt gerðar án
fyrirmæla sérfræðings og eklci
heldurnema undir reglulegu eft-
irliti læknis síns. Heilbrigðis-
uppeldis- og velferðarstofnun
Bandaríkjanna gefur út góðar
heimilisleiðbeiningar, sem ber
heitið „Strike Back at Stroke“
(sláðu aftur ef þú færð slag).
Oft veita húsmunir betri hjálp
til æfinga en dýr áhöld. Ég fór
snemma að nota bökin á tveim-
ur stólum til þess að æfa mig
að ganga, með þvi að renna þeim
eftir gólfdúknum i eldhúsinu
með sama hraða og gangandi
maður venjulega sveiflar jjeim.
„Miklu betra heldur en liækjur,“
sagði dr. Ruslc.
Að opna niðursuðudós er á-
gæt æfing til að styrkja úlnliðs
og fingravöðva. Ég spila einnig
á spil við fjölskyldu mína á
hverju kvöldi. 1 fyrstunni gat ég
ekki tekið spilin upp af borð-
inu með máttlausum fingrum
mínum og því síður lialdið á
þeim. Nú get ég jafnvel stokkað
spilin, með minni aðferð. Ég
æfi mig daglega að skrifa með
slæinu hendinni og bý til alJs
konar sveiga og gamaldags
pennaflúr, eins og ég gerði i
skólanum. Venjulegur gangur,
einkanlega upp og niður stiga,
er einhver bezta æfingin fyrir
lamaðan fót.
Að geta gert hlutina, þó ekki
sé nema að hálfu leyti eðlilega,
er afar mikil uppörvun fyrir
hinn lamaða. Mér er sagt, að ég
muni ná nærri fullkomnum bata
áður en árið sé liðið. Blóðþrýst-
ingur minn er undir eftirliti, og
ég hef megrað mig hæfilega. Ný-
lega hitti ég gamlan kunningja,
sem vissi ekki að ég hafði verið
veikur. Það fyrsta sem hann
sagði, var, að hann liefði ekki í
mörg ár séð mig svona hraust-
legan útlits. Hann neitaði að trúa
því, þegar ég sagði honum, Jivað
liefði komið fyrir.
ntw. svitv»»» »/// fí/// gSL /rs;
FJARSTÝRITÆKI FYR.IR KRANAMENN.
Framleidd hafa verið ný fjarstýritæki fyrir kranamenn. Geta
þeir setið á jörðu niðri eða verið inni í húsi í nánd við hinn starf-
andi krana, en þurfa ekki að stíga upp í hann.
Looking Ahead.