Úrval - 01.12.1965, Side 3
Vísur á sjó
Vagga, vagga,
víða, fagra undurbreiða haf,
ástarblíðum blævi strokið af,
vagga, vagga,
allar sorgir svæf og niðiu' þagga.
Húmið hnígur
hægt og blítt um endalausan geim.
Stormur faldist fyrir eyktum tveim.
Húmið hnígur.
Hægt í öldudali skipið sígur..
Aldnar vakna
endurminningar, en sofna um leið;
hugann dregur aldan blökk og breið.
Draumar vakna;
duldir þræðir upp úr sálu rakna.
Bernsku draumar,
blíðir eins og ljúfrar móður hönd,
andann leiða inn í blómskrýdd lönd.
Ljúfir draumar
líða um sálu eins og heitir straumar.
(Hannes Hafstein ráðherra Islands
1904—9 og 1912—14).
Útgefandi: Hilmir h.í., Skipholti
33, Sími 35320, P.O Box 533; Rvík.
Ritstjórn;
Gísli Sigurðsson,
Sigurpáll Jónsson (ábm.>,
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
Auglýsingastjóri:
Gunnar Steindórsson
Dreifingarstjón:
Óskar Karlsson.
Afgreiðsla:
Blaðadreiíing. Laugaveg; 133,
Sími 35320.
Káputeikning:
Halldór Pétursson
Prentun og bókband
Hilmir h.f
Myndamót.
Rafgraf h.f
Uppsetning:
Jón Svan Sigurðsson.
Kemur út mánaðarlega. - Verð ár-
gangs kr 400,00, í lausasölu kr 40.00
^-------------------•___„1-.... ____*