Úrval - 01.12.1965, Side 10
Leyndarmál svissnesku
bankanna
Fyrir fólk, sem hefur við skattavandamál að glíma,
hefur alltaf verið um að ræða eina þægilega lausn —
svissnesku bankana. Og það er ekkert leyndarmál,
að margir auðugir kaupsýslumenn, kvikmyndaleikarar
og voldugir stjórnmálamenn nota „númersreíkning-
ana“ i svissnesku bönkunum til þess að vernda, fjár-
magn sitt fyrir skattheimtumönnum, mögulegum
fjárhagslegum skakkaföllum og hqhkeflum hinna
stjórnmálalegu veðrabrigða.
Eftir T. R, Fehrenbach
ftir fyrri heimsstyrjöld-
ina, þegar gjaldmiðlar
Evrópu féllu margir í
valinn og óreyndar, oft
róttækar og ofsabrædd-
ar ríkisstj órnir gripu til nýrrar
„merkantiliskrar" stefnu til þess aS
reyna að hamla á móti gullflótta
úr landi og skapa einhvern grund-
völl fyrir alla peningaseðlana, sem
þær létu prenta í stríðum straum-
um, þá mátti auðveldlega sjá fyrir
hinn mikla fjárflótta til Svisslands
í ýmsum myndum, enda varð hann
óstöðvandi. Og nú á því herrans ári
1965 eru hinir virðulegu .svissnesku
X
bankar einu bankar heimsins, sem
starfa enn á nákvæmlega sama hátt
og flestir bankar gerðu á gullaldar-
tímanum rétt fyrir 1914. Og enn
getur að finna óstöðugar ríkisstjórn-
ir í henni veröld og ótryggt íjár-
magn, sem veldur eigendum sinum
óróleika.
Sviss hefur í heiðri alþjóðalög
og sér um, að þeim sé framfylgt ?
nákvæmlega þeirri mynd, sem þau
fengu upphaflega á sig í Haag. Sam-
kvæmt svissneskum lögum nýtur
einkaeign alltaf forréttinda miðað
við opinber stjórnarvöld. Enn frem-
ur er mjög lítið um boö og bönn
'Thp Atlantic