Úrval - 01.12.1965, Síða 15

Úrval - 01.12.1965, Síða 15
LÉYNDARMÁL SVISSNESKU BANKANNA 13 þanig að hann bar innlend frímerki, næturferðalög þagmælskra banka- umboðsmanna, flókna skeytadul- málslykla og loks númerareikning- ana, innistæðureikninga, sem að- eins bera númer, en ekkert nafn. Fé berst án leyndar til Sviss, hve- nær sem lög hinna einstöku ríkj a heimila slíkt. En á ýmsum tímum og ýmsum stöðum hefur milljón- um verið smyglað yfir landamærin, í gulli, reiðufé og alls konar skulda- bréfum og öðrum verðmætum papp- írum. Franskir og ítalskir tollverð- ir hafa leikið eltingaleik við landa sína kynslóðum saman, en það er jafn ómögulegt að hindra það, að fjármagn berist til Sviss og að hero- in berist til New York. Margir Svisslendinga hafa álitið, að það sé stöðugt hætta á því, að svissneska stjórnin láti undan ut- anaðkomandi fortölum og birti lista yfir inneignir útlendinga í Sviss eða skattleggi, ráðsmennskist með eða leggi einhverjar hömlur á þær á einhvern hátt. Jafnvel upplýsing- ar um, að slíkir innistæðureikning- ar séu fyrir hendi, yrðu stórhættu- legar fyrir ýmsa innistæðueigend- ur, t.d. Spánverja, Tékka eða Rú- mena, og hættulegar stjórnmálalega séð fyrir ýmsa þjóðhöfðingja. Alex- ander sálugi, konungur Júgóslavíu, sem skotinn var í Marseilles, skildi ekki eftir sig neinar upplýsingar um slíkar innistæður sínar. Og sú staðreynd hefur gert Pétri syni hans það næstum ómögulegt að gera kröfu til þeirra peninga, sem hann heldur fram, að hann eigi tilkall til. En hann lifir nú við þröngan kost í Monaco. Þeir, sem hafa tjáð sig vera erfingja Feisals konungs og Trujillos, fyrrverandi einræðis- herra Dominikanska lýðveldisins, kvarta yfir sömu vandræðunum, en það er nú önnur saga. Svissnesk- ir bankar krefjast þess einmitt, að innistæðueigandi nefni þann, sem peningar skuli renna til, ef hann fellur sjálfur frá. Venjulega fær því einhver peningana, en þegir bara vandlega yfir því. Óttinn við, að upp um slíkar eign- ir komist, hefur orðið til þess, að erlent fjármagn hefur tekið á sig svissneskt dulargervi sér til vernd- ar. Þetta dulargervi er einstakl- ingsfyrirtæki, sem skrásett er sem félag, eða félag, sem er í eigu ein- staklinga. En slíkt er unaðslegt fyr- irbrigði í heimi alþjóðafjármála, dásamlega lipurt og sveigjanlegt fjrrirbrigði, sem getur tekið á sig ótal myndir eftir þörfum. Fyrst þarf að tryggja viðskiptavininum þjónustu duglegs og heiðarlegs lög- fræðings í hinni réttu kantónu (sýslu) í Sviss, en þær njóta mikils sjálfstæðis innan ríkisheildarinnar. Mjög auðvelt er að útbúa öll slík skjöl á fullkomlega löglegan hátt, og lögfræðileg þóknun er hlægilega lág í Sviss miðað við Lundúni, París eða New York. Hið eina, sem bankinn og lögfræð- ingurinn þurfa að vita, er vanda- mál viðskiptavinarins og óskir og hvers eðlis eignir hans eru. Skrif- stofa lögfræðingsins nægir sem heimilisfesta fyrirtækisins eða fé- lagsins, og bankinn og lögfræði- skrifstofan geta í sameiningu mjög auðveldlega grafið upp hæfa sviss- neska forstj óra, er skreytt geti bréf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.