Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 18

Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 18
16 tJRVAL uppruna þess sé að ræða. Sviss- nesk bankayfirvöld. skýrðu alþjóða- lögreglunni Interpol frá því, að fé það sem bankaræningjum tókst að krækja í nýlega við bankarán I Kanada, væri komið til Sviss og af- hentu henni það jafnvel. Af þessum sökum reyndist unnt að upplýsa þetta glæpamál. Það er ekki sak- næmt athæfi í Sviss að komast hjá því að greiða skatta, en bankarán eru á hinn bóginn álitin mjög refsi- vert athæfi. Allmargir Bandaríkjamenn af þeirri manngerð, sem Svisslending- ar gefa óhikað nöfnin „svindlarar og svikarar“, reyna að vísu að koma fé undan til geymslu í Sviss og þá venjulega til þess að komast hjá sköttum, en samt eru slík viðskipti svissneskra banka við Bandaríkja- menn í smáum stíl. Hin raunveru- lega ástæða fyrir fjárflótta til Sviss er öryggisleysi í heimalandi fjár- magnsins, og það eru sárafáir Bandaríkjamenn, sem trúa því, að bylting vofi yfir í Bandaríkjunum, að allar eignir verði gerðar upp- tækar eða verðbólgan sleppi alveg fram af sér beizlinu í nánustu fram- tíð. Þeir Bandaríkjamenn, sem eiga „númersreikning“ í svissneskum banka, eiga oft börn í svissneskum heimavistarskólum. Stundum er um að ræða fólk, sem þannig er í raun og veru að komast hjá því að þurfa að borga skatta, og einnig er um lítinn hóp manna að ræða, sem vilja gjarnan halda um tíunda hluta fjármagns síns utan Wall Street. Hinir síðasttöldnu, auk for- eldra skólabarnanna í svissneskum heimavistarskólum, eru ekki að reyna að komast hjá því að borga skatta. Ágætar lögfræðiskrifstofur í New York hafa þegar sýnt þeim, hvernig svo má gera með góðum á- rangri heima í sjálfri Ameríku. Mestur hluti erlends fjármagns í Sviss hefur alltaf verið af frönsk- um uppruna. Það er sama, hvað Frakkar gera við fjármagn sitt. Samt mun Frakkland sjálft halda á- fram að vera stórauðugt land. Og það er tímanna tákn, að fyrir nokkrum árum tók þetta franska fjármagn í Sviss að streyma aftur heim til föðurhúsanna. Jafnvægis- stefna de Gaulle var tekin að bera árangur. Um leið og de Gaulle kom til valda, myndaðist ný uppspretta slíkra erlendra innistæðureikninga í bönkum Genf. Var þar um að ræða Mið-Austurlönd með stjórnar- byltinguna í Irak í broddi fylking- ar. Enda hefur Edouard Pictet, stjórnandi Pictet & Cie, gamals og glæsilegs einkabanka, lýst því yfir, að Mið-Austurlönd hafi tekið sæti Frakklands, hvað snertir innistæðu- reikninga í svissneskum bönkum og vel það. Einnig hefur fjármagn frá Suður-Ameríkuríkjunum streymt að. Það streymdi áður að mestu leyti til Miami, New Orleans og New York, en streymir nú til Evr- ópu. Einræðisherrarnir Trujillo í Dominikanska lýðveldinu og Bat- ista á Kúbu áttu alltaf fleiri dollara í norður-amerískum bönkum en svissneskum og það samkvæmt op- inberum upplýsingum. En undan- farin ár hafa Bandaríkin ekki verið eins gestrisin, hvað snertir peninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.