Úrval - 01.12.1965, Page 23
LEYNDARMÁL SVISSNESKU BANKANNA
21
sem bundnir eru af lögunum um
þagnarheiti bankanna og yrðu fang-
elsaðir, ef þeir leystu frá skjóð-
unni, vita alls ekki, hverjir eru
eigendur reikninganna, sem þeir
eru að endurskoða. Þegar um slíka
„númersreikninga" er að ræða, þ.e.
reikning sem ber númer, en ekkert
nafn, vita aðeins 2—3 af yfirmönn-
um bankans, hver viðskiptavinurinn
er í raun og veru. Einhver innan
bankans verður að vita það. Alger-
lega „nafnlausir reikningar" eru
ekki til. Númersreikningarnir veita
vissa viðbótartryggingu gegn upp-
ljóstrun vegna óaðgæzlu eða múta.
Gyðingar, sem áttu slíka reikninga
árið 1934, eða rúmenskir vöruút-
flytjendur, sem slíka reikninga áttu
árið 1964, sváfu betur, þegar þeir
vissu, að fáir vissu um nöfn reikn-
ingseigendanna. Gestapo var um
tíma umsvifamikið í Sviss og bar
fé á bankastjórana, og árið 1958 var
rúmenskum sendifulltrúa vísað úr
landi, eftir að hann hafði farið banka
úr banka og þótzt ætla að leggja
inn fé í nafni ýmissa Rúmena. Tæki
einhver banki við peningunum,
þegar eitthvað rúmenskt nafn var
nefnt, var einn sökudólgurinn þeg-
ar fundinn.
Enginn svissneskur banki auglýs-
ir númersreikninga, en þeir veita
allir þessa þjónustu, á löglegan
hátt og án nokkurra spurninga,
sé fram á hana farið. Ákvörðunin
grundvallast alls ekki á því, hvort
viðkomandi sé æskilegur sem við-
skiptavinur bankans eður ei. Auð-
vitað eru svissnesku bankarnir mis-
jafnlega heiðarlegir eins og bankar
alls staðar, og það skal viðurkennt,
að sumir þeirra eru ekki allt of
vandlátir. En jafnvel hinir al-
ræmdustu þeirra, svo sem Banque
Commerciale í Basel, sem hjálpaði
viðskiptavinum sínum hér áður fyrr
að smygla verðmætum yfir landa-
mærin (og fór síðan á hausinn vegna
of mikillar þýzkrar fjárfestingar),
hefur aldrei verið ásakaður um að
vera verkfæri í höndum Mafiunnar,
líkt og heyrst hefur um suma
American Nationalbanka.
Og leikurinn heldur því áfram.
Menn skrifa enn tölur í bókstöfum,
sem kemur í stað nafnaundirskrift-
ar þeirra á ýmsum pappírum, eða
fela númer í símskeytum með hjálp
flókinna dulmálslykla. Nú er að
vísu verið að ræða nýja gagnkvæma
skattlagningarsamninga ýmissa
þjóða í milli, en samt er óhætt að
gera ráð fyrir því, að svissnesku
bankarnir verði alltaf einu skrefi
á undan öllum tilraunum til þess að
halda fjármagninu kyrru heima í
heimalandi þess. Hið eina, sem gæti
bundið endi á aðstöðu Sviss i
bankamálum heimsins, er sá mögu-
leiki, að jafnvægi og festa skapað-
ist í stjórnmálum og efnahagsmálum
um víða veröld og allir gjaldmiðlar
yrðu sterkir og eftirsóknarverðir,
þ.e. að fé gæti streymt frjálst til
hvers þess staðar, þar sem þörf væri
fyrir það, án ótta um reglur og fyrir-
mæli, hindranir eða upptöku þess,
og upp yrði tekin ný stefna í skatta-
málum, þannig að skattlagningin
yrði takmörkuð og sanngjörn —
jafnvel einnig skattlagning hinna
auðugu.