Úrval - 01.12.1965, Síða 24
Ráðherrar
og
ráðherraskipti
1904 -1917
Utvarpserindi flutt hinn 10. janúar 1965.
Eftir Agnar Kl. Jónsson
egar ísland fékk heima-
stjórn áriS 1904, var
einn ráðherra skipaður
til þess að fara með
stjórn landsins, og bar
hann heitið „ráðherra íslands“.
Hélzt svo til 1917, þegar ákveðið
var að fjölga ráðherrum í þrjá. í
þessu erindi er ætlunin að rekja
stuttlega ráðherraskipti þau, sem
urðu á þessu tímabili, og tildrögin
til þeirra, en á þeim þrettán árum,
sem hér er um að ræða, urðu ráð-
herraskipti alls fimm sinnum og í
sjötta sinn, er fyrsta þriggja ráð-
herrastjórnin tók við í ársbyrjun
1917.
Eins og kunnugt er tók Hannes
Hafstein við embættinu sem fyrsti
ráðherra íslands hinn 1. febrúar
1904. Þar með var talið, að þing-
ræðisreglan hefði haldið innreið
sína hér á landi af því að ráðherr-
ann hafði verið valinn úr Heima-
stj órnarflokknum, sem þá skipaði
meiri hluta þingsins. Heimastjórnar-
flokkurinn var líka í meiri hluta
á þingunum 1905 og 1907, en haust-
ið 1908, hinn 10. september, fóru
fram kosningar til Alþingis, sem
aðallega snerust um uppkastið svo-
nefnda, þ.e. frumvarp til laga um
ríkisréttarsamband Danmerkur og
íslands. Þær kosningar fóru þannig
eins og alkunnugt er, að Hannes
Hafstein og aðrir fylgismenn upp-
kastsins biðu mikinn kosningaósig-
ur og fengu 10 þingmenn kosna,
en andstæðingarnir fengu 24 þing-
menn kosna. Þegar er vitað var um
þessa niðurstöðu kosninganna, tóku
blöð stjórnarandstæðinga að ræða
um það, hvað tæki nú við og hvort
22
Úlfljótur