Úrval - 01.12.1965, Side 25

Úrval - 01.12.1965, Side 25
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTI 1904—1917 23 ráðherrann mundi ekki segja af sér. Því var haldið fram, að hér væri um mikilvægt mál að tefla, langtum mikilvægara en það eitt, hvort Hannes Hafstein stjórnaði landinu lengur eða skemur. Þetta skipti því meira máli nú, sem fslendingar væru eða ættu að minnsta kosti að vera að leggja grundvöllinn að ís- lenzku þingræði. Sumir hafa búizt við því, að ráðherrann mundi gera ráðstafanir til þess að segja af sér, þegar vitað var um kosningaúr- slitin, þar sem kosningarnar höfðu orðið honum svona bersýnilega and- vígar. Andstæðingar ráðherrans héldu þvi líka fram, að vegna undir- búnings þingmála, sem óneitanlega væri mikilvægur, væri langréttast, að ráðherrann viki frá völdum sem fyrst og einhverjum þeim manni, sem gera mætti ráð fyrir, að hefði fylgi hins nýkjörna Alþingis, yrði falið ráðherraembættið. Af hálfu fylgismanna stjórnar- innar var því haldið fram, að at- kvæðagreiðslan hinn 10. septeniber hefði verið um sambandslagafrum- varpið og að sumir af hinum kosnu þingmönnum mundu vilja fella það alveg og aðrir mundu vilja breyta því, en að um afstöðu meginþorra þingmannanna gagnvart stjórninni væri lítið vitað með vissu. Undir þessum kringumstæðum væri það óþingræðislegt, ef ráðherrann færi nú þegar eftir kosningarnar að beið- ast lausnar. Það var líka á það minnzt, að hinir 24 frumvarpsand- stæðingar væru engan veginn sam- stæður flokkur, sem endilega þyrfti að vera algerlega á móti frumvarp- inu og ekkert vilja annað en fella það, eða þá alveg á móti ráðherr- anum. Um þetta var bæði skrifað og rætt fram eftir vetri, en ráðherrann beið átekta þar til Alþingi kom saman um miðjan febrúar 1909. Þá lagði Hannes Hafstein fjölda frum- varpa fyrir þingið, þar á meðal sambandslagafrumvarpið og frum- varp til stjórnarskipunarlaga um breytingar á stjórnarskránni, en henni hefði þurft að breyta, ef sam- bandslagafrumvarpið hefði náð fram að ganga. Þorsteinn Gíslason ritstjóri segir í stj órnmálaþáttum sínum, að það hafi því helzt litið svo út af öllum undirbúningi ráð- herrans undir þingið, að hann hugs- aði sér að sitja áfram. Hinn 19. febrúar kom sambands- lagafrumvarpið til fyrstu umræðu í neðri deild. Ráðherra reifaði mál- ið, en síðan talaði Skúli Thorodd- sen af hálfu frumvarpsandstæðinga. Hann lauk máli sínu með því að segja, að ráðherrann hefði haldið fast að þjóðinni að samþykkja upp- kastið, en að m-ikill meiri hluti þjóð- arinnar hefði tjáð sig andvígan þess- ari stefnu. Kosningaósigurinn hinn 10. septpmber sýndi ótvírætt, að ráðherrann hefði glatað trausti með þjóðinni. í samræmi við þennan yfirlýsta þjóðarvilja kvað Skúli Thoroddsen meiri hluta þings hafa falið sér að lýsa yfir því, að vænt- anlegar væru mjög bráðlega úr báðum deildum þingsins þingsálykt- unartillögur, er lýstu vantrausti meiri hluta þings og þjóðar á ráð- herra. Um þennan boðskap sagði Hannes Hafstein í svarræðu, að hann biði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.