Úrval - 01.12.1965, Side 25
RÁÐHERRAR OG RÁÐHERRASKIPTI 1904—1917
23
ráðherrann mundi ekki segja af sér.
Því var haldið fram, að hér væri um
mikilvægt mál að tefla, langtum
mikilvægara en það eitt, hvort
Hannes Hafstein stjórnaði landinu
lengur eða skemur. Þetta skipti því
meira máli nú, sem fslendingar
væru eða ættu að minnsta kosti að
vera að leggja grundvöllinn að ís-
lenzku þingræði. Sumir hafa búizt
við því, að ráðherrann mundi gera
ráðstafanir til þess að segja af sér,
þegar vitað var um kosningaúr-
slitin, þar sem kosningarnar höfðu
orðið honum svona bersýnilega and-
vígar. Andstæðingar ráðherrans
héldu þvi líka fram, að vegna undir-
búnings þingmála, sem óneitanlega
væri mikilvægur, væri langréttast,
að ráðherrann viki frá völdum sem
fyrst og einhverjum þeim manni,
sem gera mætti ráð fyrir, að hefði
fylgi hins nýkjörna Alþingis, yrði
falið ráðherraembættið.
Af hálfu fylgismanna stjórnar-
innar var því haldið fram, að at-
kvæðagreiðslan hinn 10. septeniber
hefði verið um sambandslagafrum-
varpið og að sumir af hinum kosnu
þingmönnum mundu vilja fella það
alveg og aðrir mundu vilja breyta
því, en að um afstöðu meginþorra
þingmannanna gagnvart stjórninni
væri lítið vitað með vissu. Undir
þessum kringumstæðum væri það
óþingræðislegt, ef ráðherrann færi
nú þegar eftir kosningarnar að beið-
ast lausnar. Það var líka á það
minnzt, að hinir 24 frumvarpsand-
stæðingar væru engan veginn sam-
stæður flokkur, sem endilega þyrfti
að vera algerlega á móti frumvarp-
inu og ekkert vilja annað en fella
það, eða þá alveg á móti ráðherr-
anum.
Um þetta var bæði skrifað og
rætt fram eftir vetri, en ráðherrann
beið átekta þar til Alþingi kom
saman um miðjan febrúar 1909. Þá
lagði Hannes Hafstein fjölda frum-
varpa fyrir þingið, þar á meðal
sambandslagafrumvarpið og frum-
varp til stjórnarskipunarlaga um
breytingar á stjórnarskránni, en
henni hefði þurft að breyta, ef sam-
bandslagafrumvarpið hefði náð
fram að ganga. Þorsteinn Gíslason
ritstjóri segir í stj órnmálaþáttum
sínum, að það hafi því helzt litið
svo út af öllum undirbúningi ráð-
herrans undir þingið, að hann hugs-
aði sér að sitja áfram.
Hinn 19. febrúar kom sambands-
lagafrumvarpið til fyrstu umræðu
í neðri deild. Ráðherra reifaði mál-
ið, en síðan talaði Skúli Thorodd-
sen af hálfu frumvarpsandstæðinga.
Hann lauk máli sínu með því að
segja, að ráðherrann hefði haldið
fast að þjóðinni að samþykkja upp-
kastið, en að m-ikill meiri hluti þjóð-
arinnar hefði tjáð sig andvígan þess-
ari stefnu. Kosningaósigurinn hinn
10. septpmber sýndi ótvírætt, að
ráðherrann hefði glatað trausti með
þjóðinni. í samræmi við þennan
yfirlýsta þjóðarvilja kvað Skúli
Thoroddsen meiri hluta þings hafa
falið sér að lýsa yfir því, að vænt-
anlegar væru mjög bráðlega úr
báðum deildum þingsins þingsálykt-
unartillögur, er lýstu vantrausti
meiri hluta þings og þjóðar á ráð-
herra.
Um þennan boðskap sagði Hannes
Hafstein í svarræðu, að hann biði