Úrval - 01.12.1965, Page 41
Það jyrsta sem við gerum, þegar við opuum augun á morgnana
er að líta á klukkuna og við gerum það alltaf annað veifið all-
an daginn. Við sœttum okkur við það svar, sem klulckan
gefur olckur, en það er samt ekki eins einfalt svar og
okkur virðist í fljótu bragði. Mœling tímans er
nefnilega mjög misjöfn á jörðu hér.
HVERNIG
TÍMINN ER MÆLDUR
Eftir J. Shur-
l
_ eir notuðu sólskífu í
^ Babylon fyrir 2500 ár-
um síðan. Þeir skiptu
_____deginum í tólf jafna
ftSSPSjWff hluta. Lengd dagsins
var miðuð við lengd skuggans af
lóðréttum steinstöpli. Á nóttum
mældu menn tímann með vatns-
klukku.
Síðan fóru menn að miða við sól-
arupprás og sólarlag og skipta bæði
nótt og degi, hvoru um sig í tólf
stundir. Forn-Grikkir notfærðu sér
sólarskífu Babyloníumannanna og
Egyptanna og síðar var fundið upp
sandglasið eða stundaglasið.
Fyrsta vélklukkan með tannhjól-
um var fundin upp í Evrópu fyrir
700 árum. Þetta var mjög ónákvæm
klukka og sýndi aðeins heilu tím-
ana. Á þeim dögum höfðu ekki aðr-
ir áhuga fyrir mínútum en stjörnu-
fræðingar.
Fyrsta vasaúrið með fjöður var
fundið upp í byrjun átjándu aldar-
innar og það hafði einnig aðeins
stundavísa. Mínútuvísarnir komu
ekki fyrr en hálfri öld síðar. Iðnað-
arþróunin var þá stórstíg, og verzl-
un og viðskipti tóku örum breyting-
um og lifnaðarhættir miðaldanna
voru að hverfa, og það var að verða
nauðsynlegt að geta mælt tímann
nákvæmlega.
Sjóúrið, kronometirinn, var fund-
inn upp á átjándu öldinni og sek-
únduvísirinn var fyrst notaður um
1760.
Fjöldaframleiðsla á klukkum
hófst í París árið 1453, en í dag er
Sviss allra ianda fremst í klukku-
smíði og þar eru um 1000 úra- og
klukkuverksmið j ur.
Úrið eða klukkan, sýnir réttan sól-
artíma. Úrsmiðir í París höfðu þessi
einkunnarorð: Sólartími er villandi.
New Times
39