Úrval - 01.12.1965, Side 47
Éftir Ronald Seth.
G. Bernard
Shaw
Litríkur persónuleiki
oc/ skdlcl,
sem setti svip sinn á enska
menningu í meir en
hálfa öld.
Georg Bernard Shaw fæddist í
Dublin á írlandi 26. júlí 1859.
Faðir hans, Georg Carr Shaw,
rak kornverzlun, en þar sera hann
var fremur lítill kaupmaður, gekk
verzlunin illa og hann var í sífelldri
fjárþröng. Þrátt fyrir það hafði
fjölskyldan alltaf nóg að bíta og
brenna og leið aldrei skort.
Shawhjónin höfðu eins lítil af-
skipti af börnum sínum og þeim
var unnt, en réðu þess í stað barn-
fóstrur til að annast þau.
Þegar George Bernard var tíu ára
gamall, settist hann á skólabekk
í fyrsta sinn og næstu árin var hann
í ýmsum skólum, en við lítinn orð-
stír, því að hann reyndist hálfgerð-
ur skussi við nám. Hann hafði eng-
an áhuga á íþróttum og var látur
að lesa. Þó var hann forvitnari en
gengur og gerist um drengi á hans
aldri, og han tók aldrei neitt trúan-
legt nema han gæti sannprófað
það sjálfur.
Ef til vill var hann hrifnastur af
bókmenntum á skólaárum sínum.
Hann varð mjög snemma læs og var
farinn að lesa skáldsögur Dickens
þegar jafnaldrar hans voru að byrja
að stafa. Það er haft eftir honum,
að hann hafi verið búinn að lesa
alla Biblíuna og öll leikrit Shake-
speares þegar hann var tíu ára gam-
all.
Frú Shaw var söngelsk og hafði
laglega rödd. Þessi hæfileiki kom
sér vel, þegar hún flutti frá manni
sínum og settist að í London ásamt
dætrunum, því að þá vann hún fyrir
heimilinu með söngkennslu.
Fimmtán ára gamall var Shaw
ráðinn sem nemi hjá fasteignasölu
einni. Flann var þá þegar orðinn
málrófsmaður mikill eins og hann
‘var reyndar alla ævi auk þess var
100 Great Lives
45