Úrval - 01.12.1965, Síða 49

Úrval - 01.12.1965, Síða 49
GEORG BERNARD SHAW 47 listarmenn og leikarar kappkostuðu að vanda sig sem bezt af ótta við hárbeittann penna hans. Meðan Shaw var að skrifa hina frægu gagnrýni sína, fór hann sjálf- ur að fást við að semja leikrit. Fyrsta leikrit hans, sem sett var á svið, var sambland af gamanleik og sorgarleik og fjallaði um hús- ráðendur leiguhjallanna í fátækra- hverfunum. Þetta leikrit var frum- sýnt 9. desember 1892 við fremur litla hrifningu áhorfenda. Annað leikrit Shaws var ekki tekið til sýn- ingar fyrr en mörgum árum eftir að það var samið, en hið þriðja, Mrs. Warrens Profession, sem fjall- aði um líf vændiskvenna, var bann- að af brezku ritskoðuninni. Þetta leikrit varð þó til þess að þagga niður í þeim andstæðingum Shaws, sem héldu því fram, að hann væri aðeins venjulegur umbótamaður, sem ætti að berjast fyrir áhugamál- um sínum með því að gefa út pésa og bæklinga. Leikritið var sem sé ágætlega samið, þó að sýningarbann væir ekki létt af því fyrr en árið 1924. Nú á dögum er erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig skynsamt fólk hefur getað komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta leikrit sé sið- spillandi. Shaw hafði ekki grætt grænan eyri á leikritum sínum til þessa, en nú sneri hann við blaðinu og tók að semja leikrit í léttari dúr. Hið fyrsta af þessum leikritum var Arms and the man, sem hann skrif- aði árið 1894. Shaw hespaði verkið af í snatri að beiðni kunningja síns, sem var leikhússtjóri, en hann skorti einmitt verkefni um þessar mundir. Æfingum var einnig hraðað. Á frumsýningunni léku leikendurnir með þeirri alvörugefni, sem Shaw hafði krafizt, enda þótt þeir botnuðu hvorki upp né niður í leiknum. Frumsýningargestirnir virtust ekki heldur skilja neitt í neinu, en ráku þó upp hláturrokur öðru hvoru í vandræðum sínum. f leikslok ætlaði fagnaðarlátum áhorfenda aldrei að linna. En svo illa vildi til, að leik- ararnir gerðu sér ekki grein fyrir orsök hlátursins og fagnaðarlátanna; þeir héldu að þeir væru að leika skopleik og léku hlutverk sín þann- ig eftirleiðis. Shaw hafði aftur á móti samið leikritið með þeim hætti, að hláturinn varð ekki framkallaður nema alvörublær hvíldi yfir leikn- nm. Ef farið var með hann sem skopleik, missti hann marks. Leik- ritið var sýnt í ellefu vikur sam- fleytt, en aldrei við slík fagnaðar- læti sem á frumsýningunni. Shaw samdi síðan fleiri leikrit í svipuðum anda, og eitt þeirra, Lœrisveinn Djöfulsins, varð afar vinsælt þegar það var sýnt í New York árið 1897. Shaw græddi um 3000 sterlingspund á þessu eina leik- riti og losnaði i fyrsta skipti á æv- inni við allar fjárhagsáhyggjur. Hann notaði líka tækifærið og gift- ist ungri og auðugri stúlku af írsk- um ættum. Hún hét Karlotta Towns- end og var mjög róttæk í skoðun- um. Shaw veiktist skömmu eftir gift- inguna, en um svipað leyti skrif- aði hann eitt fræðasta leikrit sitt, Cæsar og Kleopatra. Með þessu leik- riti, þar sem fjallaði er um sögu- legt efni á látlausan og gázkafullan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.