Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 55

Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 55
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 53 lega og endurtek þá frásögn ekki hér. Eitt af því nýstárlega, sem bar mér þá fyrir augu var feriumaður- inn. En svo margt annað hlóðst þá inn á unglingshugann, að Jóni veitti ég ekki eins mikla og nána athygli sem síðar varð. Ýmsir menn hafa orðið til þess að lý-sa honum m.a. í rituðu máli. Þar á meðal hefi ég getið hans nokk- uð í árbók Ferðafélags íslands 1946. Verður sumt, sem þar er sagt, rifj- að hér upp að nokkru. Jón Magnússon Ósmann var hár maður vexti — þó enginn risi, eins og sumir hafa fullyrt. Hugsað gæti ég, að hann hafi verið um það bil 185 cm. En engan mann íslenzkan hefi ég séð fegurri á vöxt né krafta- legri. Gildleikinn var ef til vill ívið meiri en samsvaraði hæðinni. Sam- ræmið í allri líkamsbyggingu hans var þó aðdáunarvert. Herðar geysi miklar, sívalur bolurinn, úlimir gildir og það var eins og karl- mennskan skini af honum og úr hverri hans hreyfingu. Fór þó f j arri, að Jón hefði tilburði í því skyni að vekja á sér athygli. Hann bar ljósrautt alskegg, and- litssvipur allur greindarlegur og myndarlegur og ekki síður góð- mannlegur. Jón var jafnan glaðleg- ur, hafði yndi af ljóðum, ekki sízt lausavísum, og orti nokkuð sjálfur. Hann þótti nokkur drykkjumaður um skeið, en þoldi hverjum manni betur áfengi legni vel. Ekki voru orðtæki Ósmanns minna einkennandi en vöxtur hans. Hygg ég, að þau einkenni hafi heldur farið í vöxt með aldrinum. Urðu þau brátt alkunn um héraðið. Byrgi átti ferjumaður undir hamri við sjóinn. Voru frá því fáein skref að vatnsborðinu og ferjunni. Það var hlaðið úr grjóti og stóð rúm- bálkur Ósmanns við innri gafl. Þar hélt hann til milli þess sem ferja þurfti, en í því þurfti oft að standa daga og nætur, einkum þó meðan ullarkauptíð og haustferðir stóðu yfir. Bækistöð sína nefndi Jón Furðustrandir, en ferjuna Botnu. Var oft gestaþröng mikil í byrginu og vel veitt, því greiðasemi hans var fágæt um allt, sem verða mátti gest- um hans til gagns og ánægju. Á haustin, áður en Vötnin lagði, var Botna dregin í naust og ekki sett fram á ný fyrr en næsta vor, er ísar voru leystir. En meðan ísalög voru ótrygg, ferjaði Jón á pramma og réri skara milli eða landa. Ekki þótti það hættulaust né létt, þegar mikill jakaburður var í ósnum og nátt- myrkur á. En hvernig sem á stóð, kom hann öllum heilum á húfi til lands, er stigu í bát hans. Með furðu- legri fimi vatt hann bátskel sinni áfram milli og innan um hrönglandi jakabákn. Öllum, sem til hans komu í byrg- ið, veitti hann góðgerðir. Vín var oft á boðstólum, en væri þess ekki kostur eða ekki þegið, rétti Jón að gestum hagldabrauð og kandíssykur. Á þessum árum var drykkjuskapur stundaður nokkuð, þá sjaldan að í kaupstað var farið. Einkum af eldri mönnum. Unglingar sáust þá ekki ölvaðir og ekki konur. Jafnan þótti okkur unglingum gaman að taka í sveifina, enda gerð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.