Úrval - 01.12.1965, Page 68
ÚRVAI.
(ifi
Skýþa grafhaugur frá Pazyryk.
— eins og fornar grafir annarsstað-
ar — orðið fyrir barðinu á grafar-
ræ'ningjum, áður en fornleifafræð-
ingarnir fundu þær. Þrátt fyrir það
afhjúpuðU fornleifafræðingarnir
marga merkilega hluti, úr gulli,
silfri, bronsi og keramiskum efn-
um. Nokkrir þessara hluta voru
gerðir af listamönnum frá Grikk-
landi og Litlu-Asíu, en flestir voru
þó verk skýþískra listamanna. Það
sem einkenndi fundnu munina voru
dýramyndirnar — hinn svokallaði
„dýra-stíll“ — sem nú er frægur
sem nokkurskonar vörumerki ský-
þískrar listar. Rannsóknir þessara
dýrgripa, sem gerðar hafa verið af
fræðimönnum við Eremitagesafnið,
hafa smám saman aukið við þekk-
ingu okkar á Skýþum bg hinum
austrænu frændum þeirra. T. d.
hefur safnið lengi átt mjög sjald-
gæfa hluti ár skýþískum gröfum i
Vestur-Síberíu. Þessa muni höfðu
gullleitarmenn dregið fram í dags-
ljósið úr skýþískum grafhaugum um
lok 17 aldar og þeir komust síðar
í hendur Péturs mikla. Þessir gull-
munir, sem eru yfir 200 eru sum-
part plötur með sjaldgæfum mynd-
um af skrímslum í bardaga og öðr-
um dýrum í hinum sérkennilega
skýþíska stíl, þeir eru aðeins frá-
brugðnir munum sem hafa fundizt
nálægt Svartahafi að því leyti, að
þeir sýna dýralíf, sem er einkenn-
andi fyrir síberíska svæðið.
Það er á þessu sviði, sem við get-
um skipað fundunum frá Altai-
fjöllunum en þau eru eitt af þeim
svæðum, sem Grikkir álitu að byggð
væru eineygðum risum og skrýmsl-
um. Furðulegt er að munir af þess-
ari sérstöku Altaigerð hafa verið
þekktir í meira en 150 ár, en þýð-
ing þeirra hefur fyrst nýlega orðið
augljós. í byrjun 19. aldar safnaði
verkfræðingur að nafni P.K. Frolov
allmörgum hlutum úr bronsi, beini
og tré víðsvegar að. Nokkrir þeirra
voru framúrskarandi skurðmyndir
úr tré, sem allar voru gerðar í hin-
um táknræna skýþíska stíl. Frolov
var án efa ljóst, að munirnir voru
gamlir, en það er ekkert sem bend-
ir til, að hann hafi sett þá í sam-
band við ævaforna tíð. Svo gróf
fornleifafræðingurinn V.V. Radlov
upp tvo stóra grafhauga eftir 1860
í sama héraði. Meðal funda hans í