Úrval - 01.12.1965, Side 77
FORNAR SKÝÞAGRAFIR
75
milli elsta og yngsta haugsins hér
um bil 200 ár. Við getum verið nokk-
urn veginn viss um þessa innbyrð-
is tímasetningu, því að árhringar
trjánna sýna sama árgang og kol-
efnisgreining viðarins (kolefni 14),
en hinn raunverulegi aldur er miklu
óvissari. Skekkjan við kolefnisgrein-
ínguna er plús eða mínus 130 ár og
álit sérfræðinga á aldri hinna
einstöku hauga nær allt frá 7. öld
f. Kr. til fyrstu aldar e. Kr.
Mér virðist ótrúlegt að þessar
grafir séu síðan á 7. öld. Elztu dæmi
um skýþíska list, sem fundizt hafa
í íran og umhverfis Svartahafið
eru ekki eldri en frá 7. öld f. Kr.
og það þarf ekki að búast við, að
listastíllinn kæmi fyrr í ljós, í hér-
aði, sem liggur á yztu takmörkum
hirðingjaflakksins. Það er yfirleitt
engin ástæða til að álíta að stíllinn
sé fremur upruhninn í Síberíu en
við uppsprettu skýþískrar listar á
landamærum Forn-Grikklands og
íran. Sennilegasta tímaset.ning graf-
hauganna í Altai-fjöllum er miili
fimmtu (eða í fyrsta lagi sjöttu)
og þriðju aldar f. Kr. Hin listrænu
stíleinkenni í Pazyryk haugunum
virðast t.d. náskyld því sem hefur
fundizt í írönskum grafreitum í riá-
grenni Svartahafs (við Semibratny)
sem eru frá fimmtu og fjórðu öld
f. Krist. Eins og Semibranty-graf-
irnar sýna Pazyryk-grafirnar líka
þróun dýrastílsins frá raunsæjum
þrívíddarformum til stílfærðra
skreytimynztra. Þetta er án efa hlið-
stæð mynd þróunarinnar við Svarta-
hafið.
Vissuiega stöndum við í mikilli
þakkarskuld við hugvitssemi nátt-
úrunnar, sem hefur varðveitt fyrir
okkur alla þessa gripi í hinum
frosnu gröfum Altai-fjalla, sem
annars hefðu ekki staðizt tímans
tönn. Altai-fundirnir-sýna svo ekki
verðirr um villzt að listin hefur ver-
ið dáð á öllum tímum og með öll-
um þjóðum. Jafnvel á hinu svo-
nefnda „villimannastigi“ hafa menn
auðgað tilveru sína, frá vöggu til
grafar, með því að skapa listaverk.
Bandarískum unglingum hættir til þess að lifa lífinu eins og ungl-
ingsárin væru þeirra síðustu æviár fremur en undirbúningur undir
lífið. N Time
Niðurgreiðslur eru aðferðir til þess að afhenda fólki aftur þess eig-
in peninga með þannig tilburðum, að það álítur, að það sé að taka á
móti gjöf. Human Events
Hið mikla áfall, sem felst í því að vera miðaidra, er í rauninni fyrst
og fremst fólgið í því, að maður kemst að því, að maður heldur áfram
að eldast, jafnvel eftir að maður er orðinn alveg nógu gamall.
Don P. Radde