Úrval - 01.12.1965, Page 79
Ljósið í
skóginum
Fjögurra ára gömlum hafði hvíta drengnum, John Butler, ver-
ið rœnt af Indíánum, sem gáfu honum nafnið „Sannur Sonur“.
Og x þau 11 ár, sem liðin voru frá því að honum var rœnt, hafði
hann dvalizt meðal þeirra. Hann hafði verið alinn upp sem fóst-
ursonur hinnar miklu striðshetju, Cuyloga. Uppeldi hans og lífi
hafði verið þannig háttað, að lífshœttir hvítu mannanna voru
nú orðnir hamm framándi, er hann fluttist aftur til þeirra 15
ára að aldri. Samkvæmt samningum við Indíána var hann af-
hentur foreldrum sínum, en foreldrunum fannst hann nú mjög
breyttur, tortrygginn og uppreisnargjarn. Hann virtist aðeins
hafa áhuga á einu, að komast aftur t.il Indíánafjölskyldunnar,
sem honum þótti svo undur vœnt um.
Sagan „Ljósið í skóginum“ er samin um þessa sannsögulegu
viðburði. Conrad Richter, höfundur hennar, handhafi Pulitzer-
bókmenntaverðlaunanna, hefur ritað margar þekktar skáldsög-
ur um líf landnemanna í Ameríku, svo sem skáldsögurnar „Trén“,
„Akrarnir“ og „Borgin“. Saga þessi er byggð á sannsögulegum
viðburðum. Við rannsókn Richters á gömlum skjölum og skrám
vakti það athygli hans, hversu oft það hafði gerzt, að hvít börn
og unglingar, sem tekin höfðu verið höndum af Indíánum og
verið síðar afhent hvítum œttingjum sínum reyndu að flýja
að heiman og halda á fund fósturforeldra sinna meðal Indíán-
anna. Nú er verið að prenta 16. útgáfu af sögu þessari, sem lýsir
á athyglisverðan og snjallan hátt horfnu tímabili. Segja má, að
saga þessi sé orðin sígilt verk í bókmenntum þeim, sem fjalla
um skipti landnemanna og frumbyggja Ameríku.