Úrval - 01.12.1965, Síða 103

Úrval - 01.12.1965, Síða 103
LJÓSIÐ í SKÓGINUM 10 „Hann kallar sig frænda minn.“ „Jæja, við skulum þá að minnsta kosti ná hárinu af honum eins og hann fláði hárið af Litla Hegra. Lachi! Fljótt!“ Hálfa Ör rétti hanum stríðsöxina sína, og þeir hófust handa. Annar skar með hnífnum, en hinn hjó með öxinni. En þeir voru rétt nýbyrjaðir, þeg- ar fótatak kvað við á gólfinu uppi yfir höfði þeirra, og beykir einn, sem bjó heima hjá Wilsie, kom nú skyndilega í ljós í stiganum. Hann rak upp skelfingaróp og flýtti sér aftur upp stigann. „Hann fer að sækja byssuna sína,“ sagði Sannur Sonur. „Við skulum hlaupa burt.“ Þeir slepptu hendinni af herfangi sínu, þó að þeim væri það þvert um geð, og hurfu út í náttmyrkrið. Sannur Sonur hljóp á undan yfir akrana í áttina til bæjar föður síns. Og í niðamyrkri hlöðunnar tók hann til að leita í heybing nokkrum. Hann dró þaðan upp mjölpoka, skinnpyngju með blýkúlum í, hníf, fyllt púðurhorn, gamla bjarnar- skinnið sitt og langan riffil. „Ju! sagði Hálfa Ör í hrifningu og gleði, er hann sá riffilinn. „Það var slæmt, að við skyldum ekki hafa þennan, þegar við vorum heima hjá honum frænda þínum áðan. Þá hefðum við getað náð höfuð- leðrinu af honum og líka af hinum hvíta djöfiinum." „Hlustaðu,“ hvíslaði Sannur Son- ur. „Það er einhver að safna sam- an liðstyrk gegn okkur.“ Þeir gátu greinilega heyrt hófa- tak enduróma í dalnum. Og á leið þeirra til Kittaninfj alls gátu þeir af og til heyrt hófatak á vegunum. Aðvörunarmerki hafði augsýnilega verið gefið um gervallt Paxtonhér- að. HEIMUR INDÍÁNANNA Sannur Sonur skalf af kulda, enda var hann rennvotur. Frá því í fyrra- dag hafði hann ekki bragðað neinn mat nema hrátt mjöl og vatn. Og' er hann klöngraðist nú upp vestri árbakka Saosquehanaunkárinnar, fann hann samt gullna purpuralita birtu umvefja sig, líkt og sólin hefði gægzt yfir fjallstindana að baki honum. Hann var loks laus úr Pesh- tankfangelsinu. Hann var aðeins leiður yfir einu, og það var, að hann hafði skilið Gordie eftir. Hann gat nú séð hann fyrir sér liggjandi í breiða rúminu þeirra, eða masandi á daginn eins og íkorna, lítinn snáða, sem aldrei kæmi aftur. Sannur Sonur stóð þarna drykklanga stund frammi á tanga einum og starði yfir breiða ána til fjallaskarðsins, en handan þess var hús hins hvíta föður hans. Hálfa Ör virti hann þegjandi fyrir sér. „Ertu leiður? Viltu ekki fara?“ spurði Hálfa Ör. „Frændi, ég skil eftir lítinn, hvít- an bróður. í þorpinu við Tuscara- wasána á ég aðeins systur. Upp frá þessu verður þú að vera bróðir minn.“ Drengirnir þurftu aðeins tvisvar að fela sig í skógarþykkninu. I annað skipti voru á ferðinni þrír hvítir menn, sem þeir heyrðu skyndilega til í nokkurri fjarlægð. í annað sinn kom hóþur manna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.