Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 107

Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 107
LJÓSIÐ í SKÓGINUM 105 ' anum, meSan þeir, sem rétt höfðu til þess, tróðu sér inn fyrir og fylgd- ust með endurfundunum. „Elke! Ertu enn lifandi, Sannur Sonur? Og ertu kominn heim fyrir fullt og allt?“ spurði faðir hans. Hann virtist eiga eríitt með að draga andann. HEB.RÁÐSTEFNA Þorpsbúar héldu upp á heimkomu piltanna í nokkra daga. Kofar föð- ur Sanns Sonar og frænda hans stóðu báðir opnir öllum vinum, sem koma vildu og taka þátt í gleði þeirra. Bjarnarfeiti og trjásykri var hellt, yfir korn og villibráð, og síð- an voru karlmönnunum boðnar þessar kræsingar. Stríðshetjur og veiðimenn gengu á milli kofanna tveggja, reykjandi og étandi, þar til allur matur var uppurinn á báð- um heimilunum. En Sannur Sonur tók eftir því, að sumir mennirnir í þorpinu tóku ekki þátt í þessum hátíðahöldum. Frændur Litla Hegra komu ekki í heimsókn. Þeir sátu allir í hóp á trjábol nálægt kofa sínum ásamt vinum sínum og heilsuðu jafnvel ekki Sönnum Syni, er hann gekk fram hjá þeim. „Ef við hefðum komið með höfuð- leður frænda þíns með okkur hefði þetta ekki getað gerzt,“ sagði Háifa Ör. „En láttu sem þú takir ekki eftir þessu. Pabbi segir, að þetta muni allt jafna sig. Hann segir, að tíminn muni eyða því eins og hræ- gammarnir hræjunum. En samt varð báðum drengjunum órótt, þegar bróðir Litla Hegra kom í Jaqimsókn. Hann hét Thitpan, sem þýðir Bitur, enda var munnur hans samanhrepptur. Hann bjó í Kill- buck. í í'ylgd með honum var Hár Bakki, tengdafaðir hans, og Niski- toon, sem þýðir Klíndu-á-þig- málningu, en húð hans var flúruð frá hvirfli til ilja með ýmsum hetjutáknum. Fleiri voru í fylgd með þeim, þar á meðal Shawnee- Indíáni einn, Kinnbein að nafni. Þeir báru riffla, kylfur, stríðsaxir og malsekki. Þeir ræddu við frænd- ur Thitpans í ráðstefnuhúsinu, sem stóð nálægt kofa Cuyloga. Og þar tóku þeir til að berja trumbur. Af svip föður síns skildi Sannur Sonur, að það var alvara á ferðum. Hann hafði ekki oft séð föður sinn eins skrafhreifinn, jafnvel vin- gjarnlegan, og síðan hann sneri heim aftur. En nú var faðir hans hættur öllu gamni og var orðinn alvarlegur á svip og virðulegur sem fyrr. Hann hlustaði alvörugefinn á trumbu- sláttinn og söngvana, sem bárust þeim til eyrna. Það voru söngvar um hefnd og stríð. „Lítið hingað!“ hélt bróðir Litla Hegra áfram að kalla frá ráðstefnu- húsinu. „Málefni bróður míns hróp- ar til himins. Það hrópar á blóð! Það er háleitt málefni í augum Himinsins!" „Það er ekki nauðsynlegt að allir taki þátt í þessu,“ leyfði móðir Sanns Sonar sér að segja. „Nei, en ég er ekki allir,“ svar- aði Svarti Fiskur, faðir Hálfrar Örvar. „Sonur minn var félagi Litla Hegra. Hann gekk við hlið hans á ferðalaginu, þegar höfuðleðrið var flegið af honum. Hvernig get ég snúið baki við þessu?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.