Úrval - 01.12.1965, Page 108

Úrval - 01.12.1965, Page 108
106 ÚRVAL „Bök okkar beggja eru of breið til þess að þeim verði, snúið móti' þessu," samþykkti Cuyloga alvar- lega. „Litli Hegri missti líf sitt, vegna þess að hann heimsótti son minn. Ekih! í sjálfu þorpinu, sem sonur minn dvaldi í hjá hvítu mönn- unum.“ „Þið munduð ekki taka Sannan Son og' Hálfu Ör með ykkur, ef þið færuð! Þeir eru bara drengir!" sagði móðir Sanns Sonar biðjandi rómi. Feðurnir svöruðu þessu engu. Hálfa Ör og Sannur Sonur horfðust í augu að baki þeim. Það var greini- legt, að þá langaði óskaplega til þess að fara. Þeir fylltust báðir æsingu, þegar þeim bárust til eyrna stríðs- söngvarnir úr ráðstefnuhúsinu. Söngurinn hafði slík áhrif á þá, að þeir gátu varla haft stjórn á sér, er hin ógnvænlegu höfuðflán- ingahróp kváðu við. Hið langa óp ov-v-v-v-v-v breyttist skyndilega og varð að öðru ópi. Uv-v-v-v-v-v-v kvað skyndilega við, og þetta óp var þrungið slíkri æsingu og grimmilegum ofsa, að blóð þeirra tók nú að ólga. Þeir upphófu lát- bragðsleik og þóttust höggva til hvor annars með stríðsöxum sín- um og mynda sig til þess að flá höfuðleðrið af höfði andstæðings- ins. . Móðir Sanns Sonar virti þá fyrir sér bitur á svipinn. „Cuyloga. Hugs- aðu um, hvað hinir hvítu munu gera við son okkar, ef þeir ná hon- um. Þeir munu brenna hann sem svikara við þeirra málstað.“ „Kona! Vertu kyrr hér heima og eldaðu í pottunum þínum,“ sagði Cuyloga við hana ávítunarrómi. „Ég á ekkert val í þessu máli. Sann- ur Sonur er næstum orðinn fulltíða karlmaður. Það liti ekki vel út, ef hann sæti heima. Vinir okkar munu þá segja, að hann væri í raun og veru hvítur maður, og þess vegna vilji hann ekki berjast gegn hvítu fólki." „Ég fer!“ sagði Sannur Sonur í flýti. Hann fann mikinn fögnuð læsast um sig. Hann stóð þarna tein- réttur og leit í aðra átt til þess að sjá ekki vonbrigðin og óttann, sem birtist nú í andlitum móður hans og systra. Þær voru konur, og því var ekki hægt að búast við því, að þær skildu þetta. Þegar þeir Cuyloga og Svarti Fiskur buðu vinum og ættingjum Litla Hegra aðstoð sína, komust aftur á sættir milli þessara fjöl- skyldna. Nú voru þeir allir vopna- bræður gegn hvítu morðingjunum. í hóp þeirra bættist svo maður einn, er bar nafnið Undir Hæðinni. Hann hafði gamalt, purpurarautt ör á kinninni. Fleiri slógust einnig í hóp- inn, svo sem þeir Pepappistank, Vantrúarseggur og nokkrir aðrir. Það er venja, að sá, sem fyrstur , stingur upp á því, að haldið sé í stríð, gerist foringi liðsins. Thitpan var því sjálfkjörinn foringi, og hin-„ ir fylgdu dæmi hans-'í'Vhvívetna. ■Þegar hann gekk frá malsekk sín- um og hafurtaski, gerðu hinir slíkt hið sama. Þegar hann greip byss- una sína, stríðsöxina og dauðakylf- una, gripu hinir einnig vopn sín. Þegar hann söng stríðskveðjusöng- inn sinn og hét því að snúa ekki aftur án höfuðleðra og bandingja,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.