Úrval - 01.12.1965, Page 119
117
Vandaðu mál þitt
Hér íara á el'tir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Próf-
aðu kunnáttu þina í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með því
að finna rétta merkingu. Gæ,t þess, að stundum getur verið um fleiri en eina
rétta merkingu að ræða. Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn
og metið þannig getu sína, þ.e. 0.5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri
einkunn fyrir svarið, e£ um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hann
hefur aðeins tekið fram aðra eða eina þeirra.
1. að krukla: galda, þreifa á, böggla, hræra, drepast, sálga, róta í e-u, kryppla,
sulla.
2. rimi: jaðar, fjöl, þrep, stórvaxinn maður, flugufregn, hávaði, pílári, borð
í bát, landræma.
3. að semast við e-ð: líka vel við e-ð, dunda við e-ð, venjast e-u vel, standa
á móti e-u, samlagast e-u, komast að samkomulagi um e-ð.
4. að knepra: nurla saman fé, spara mat eða fóður, kipra saman, frjósa sam-
an, fá á sig óhreinindaklessur, vanta, böggla.
5. að tyfta: aga, þekja, refsa, afturkalla, hnykkja til, kollvarpa.
6. að kogna við e-n: gefst upp fyrir e-m, deila við e-n, fást við e-n, dekra
við e-n, gefast upp við e-n, fá andúð á e-m, losna við e-n.
7. að vamla: tauta, ösla, japla, skríða, söngla, jagast, flækjast, slóra.
8. að klotna: rotna, hitna, verða meyr, harðna, kólna, bólgna, hjaðna, lifna
við, deyja.
9. ótyrming: hömluleysi, óþokkaskapur, ofurgnægð, óhugnaður, agaleysi,
vanþrif, órói, yfirgangur.
10. að rjóska sig: hreyfa sig, herða sig upp, ferðbúa sig, byrsta sig, smáhósta,
aka sér, þykkna upp, létta til.
11. hörgur: vöntun, hrúga, hrjóstrugt land, Þúst, hóll, hávaði, hluti af messu-
skrúða, hálendi, harður, röskur, viðskotaillur, fátíður.
12. rymtur: stórvaxinn maður, hávaði, pilári, ræsking, orðrómur, æra, að-
finnslur, deilur.
13. að kóða: gufa upp, lyppast niður, ræskja sig, veiða vel, dorga, láta vaða
á súðum, drepast, vöðla saman, slæpast, dunda.
14. prati: orðrómur, baldinn hestur, snáði, grunur, prakkari, mannýgur tarf-
ur, fát, fyrigangur, embættismaður kaþólsku kirkjunnar, fálm, hrútur.
15. tyrrinn: viðskotaillur, torskilinn, órólegur, yfirgangssamur, ójafn, ræfils-
legur, stríðinn, þreytandi.
16. að völsa hest: temja hest, hiröa hest, járna hest, heíta hest, gelda hest,
handsama hest, beizla hest, setja hnakk á hest, fóðra hest.
17. að fúlgra e-m: misþyrma e-m, hafa andúð á e-m, hygla e-m, drepa e-n,
ausa skömmum yfir e-n, stríða e-m, veita e- maðstoð.
18. dröllur: kauði, ruddi, fylgdarmaður, ræfill, þung byrði, létt byrði, ílát,
klessa, hrúgald, slóði, sívalningur, sóði, óþokki.
19. kraðak: traðk, mergð, þyrping, rifrildi, vandræði, hindrun, viðleitni, á-
tök, hrakið hey, rusl, óþverri.
20. óalegur: kjánalegur, æðislegur, fljótfærnislegur, hræðilegur, óálitlegur,
viðstöðulaus, krangalegur, sóðalegur, óviðfelldinn, heimskulegur.
Svör á bls. 115,