Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 127

Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 127
DRENGURINN, SEM NEFNDUR VAR.... 125 að njóta lífsins, eins og ekkert hefði í skorizt. Hann naut í þeim mun ríkara mæli, þess sem hann gat gert. Eitt kvöldið heyrði ég hann þakka guði í hinum reglulegu kvöldbæn- um sínum, fyrir þá skemmtilegu stund, sem hann hefði átt í skólan- um þá um daginn við að búa tn pappírsdýr. Það var samt síður en svo að Jónatan væri heilagur engill. Þegar hann var níu ára, var hann mikili fyrir sig eins og gerist um stráka. Það var Jónatan, sem dró límbor- ið spjald niður alla stiganna, og það var einnig hann, sem stakkst á höfuðið af þríhjóli yngri bróður síns, og viðbeinsbraut sig; það var hann, sem málaði brúnt hliðið við húsið alhvítt, og hann krotaði út kaddana sína og lærdómsbækurn- ar með kúlupennanum sínum. Einn morguninn var ég vör við, að hann hafði étið 15 tekökur, sem ég hafði bakað daginn áður. Gat það verið, að þessi gráðugi skólastrákur, væri hinn sami og litli drengurinn, sem barðist við dauðann fyrir nokkrum árum? Já, það bar ekki á öðru. Nokkrum vikum fyrir síðustu jól, átti ég tal við lækni við Ormond sjúkrahúsið. Ég talaði með miklum ákafa um framtíðarbraut Jónatans, og hafði gleymt mér í ákafa mín- um, en allt í einu rankaði ég við mér og fann að læknirinn tók dauf- lega undir allar ráðagerðir mínar um framtíð drengsins. — Frú Kirk, sagði hann loks, ég myndi ekki í .yðar sporum ráðgera of mikið um iramtíð Jónatans, enn sem komið er að minnsta kosti. Hann verður að ganga enn undir uppskurð. Það hefur á ný þrengzt um blóðrennslið frá hjartanu. Þessi uppskurður verður hættulegur. Læknirinn reyndi að draga úr högginu, eins og' honum var unnt. Skurðaðgerðin myndi verða fram- kvæmd, af hinum færustu sérfræð- ingum og hið sérþjálfaða starfslið sjúkrahússins í hjartaaðgerðum myndi leggja sitt af mörkum til að aðgerðin tækist. Það yrðu notuð öll hin nýjustu tæki og vélar, sem þekktar væru í þessu efni. Samt gerði hann mér ljóst, að þessi að- gerð væri geysilega vandasöm. Það yrði tekið stykki úr eigin æðum sjúklingsins til að auðvelda blóð- rásina og halda opinni hjartablöðk- unni, sem hindraði eðlilegt blóð- rennsli. Og enn einu sinni urðum við að horfast í augu við hið óhjákvæmi- lega. Hin brúnu augu Jónatans voru full af trúnaðartrausti, þegar hann sagði: — Ég veit, að hjá þessu verð- ur ekki komizt, ef þú segir það, mamma, en nú verður það líka í síðasta skipti, sem ég þarf að fara. Er það ekki? Hin kvíðvænlega aðgerð átti að fara fram síðast í janúar, svo að mér fannst, að jólin yrðu að vera Jónatan eins ánægjuleg og unnt væri. Hann lék með í skólaleiknum og tókst það ágætlega, og hann virtist gieðjast yfir þeim gjöfum, sem hann fékk á jólunum. Jólagleðin hélt á- fram með því, að hann fagnaði tí- unda afmælisdegi sínum og kallaði til sín félaga sína. Ég leit undan, þegar ég sá hann hlaupa, eins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.