Úrval - 01.05.1966, Síða 8
Hvítu
hestarnir
mínir
Eftir Alois Podhaysky.
Ég hef þjálfað marga
hvíta Lipizzanerhesta í
Spænska reiðskólanum
í Vínarborg. (Höf. hef-
ur verið framkvæmda-
stjóri skólans frá 1939). En sérhver
hestur hefur einnig kennt mér margt
og mikið í staðinn. Ég á þeim mik-
ið að þakka fyrir að hafa kennt mér
sjálfsstjórn og þolinmæði og fyrir
aS hafa sýnt mér, að það er bezt að
kunna sér hóf í öllum hlutum.
Neró, sem var félagi minn í rúma
tvo áratugi, var traustasta og áreið-
anlegasta skepna, sem ég hef nokkru
sirtni átt. En samt gerðist það nú
einu sinni, að hann var næstum orð-
inn manni að bana. Hesthúsvörður-
inn fannst morgun einn meðvitund-
arlaus nálægt bás Nerós. Vörður-
inn gat ekki munað, h'vað gerzt
hafði, en Neró hefur sjálfsagt orðið
bilt við vegna einhverrar óvæntrar
hreyfingar, og í sjálfsvörn hefur
hann svo slegið manninn í höfuðið.
Það hefur sjálfsagt aðeins verið
ótti, sem olli þessari hegðun hans.
Þar að auki var Neró heigull.
Honum veittist að mörgu leyti erf-
itt að stökkva yfir hindranir. Honum
var ekki um það. Strax og hann
kom auga á hindrun, stanzaði hann,
þótt hindrunin væri laingt í burtu.
Það þurfti óendanlega þolinmæði
til þess að fá hann til þess að hlýðn-
ast og stökkva yfir jafnvel hinar
auðveldustu hindranir. Þegar hann
fór síðan að taka framförum, varð
ég var við vaxandi þægð hjá hon-
um, sem smám saman vann svo bug
á ógeði því, sem hann hafði á hindr-
unum og hindranahlaupi. Hrifnast-
ur var ég af frammistöðu hans eftir
Olympiuleikana árið 1936, þegar
hann átti að hlaupa yfir hindrun á
móti einu í Aachen. Hann hafði ekki
stokkið yfir neina hindrun í rúmt
ár, en samt fór hann nákvæmlega
eftir hverri skipun minni. Ég gat
fundið hjarta hans hamast, þegar
við svifum yfir hindrunina í átt til
sigurs, sem féll okkur í skaut.
Neró var aldrei upp á sitt bezta á
morgnana. Það varð að fara ósköp
vel að honum og liðka hann til og
veita honum nægan tíma til þess að
jafna sig undir átökin. En þegar
hann var svo kominn í ham, fram-
6
Chatholic Digest