Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 12
I
0600 taii^aála^í fstressj nútímolífs
Eftir Duane Valentry.
nístirðu tönnum, þegar
þú horfir á sjónvarp?
Vísindamenn, sem
rannsaka siði og venjur
manna, álíta slíka tann-
gnístran vera afleiðingu af líkam-
legu og andlegu álagi.
Þrír þýzkir læknar hafa skýrt frá
þvi, að sjónvarpsgláp leggi fram
drjúgan skerf til slíks álags. Þeir
komust að því, að eftirvænting og
æsing, sem rekja mátti til sjónvarps-
ins, jók framleiðslu magasýra um
50% hjá 24 mönnum, sem athug-
aðir voru, áður en þeir horfðu á
æsandi dagskráratriði, á meðan á
atriðunum stóð og á eftir. Sams
konar taugaálag kom í ljós, þegar
þeir horfðu á leiðigjarnar og ergj-
andi sjónvarpsauglýsingar eða þeg-
ar þeim var alveg sérstaklega illa
við dagskráratriðið, sem þeir horfðu
á.
Sjónvarpið er aðeins ein upp-
spretta hins mikla taugaálags, sem
nútímamaðurinn verður að þola.
„Það er vafamál, hvort maðurinn
hefur nokkru sinni álitið sig búa við
ofsalegra taugaálag en hann gerir
nú á dögum“, segir dr. Harold G.
Wolff í skýrslu fyrir Modern Home
Medical Advisor (Læknisfræðilegan
ráðgjafa nútímaheimila).
Hversu skaðlegt er mikið tauga-
álag (stress)?
„Enginn getur lifað án þess að
verða fyrir einhvers konar taugaá-
lagi sí og æ“, segir dr. Hans Seyle,
sem er helzti sérfræðingur á þessu
sviði.
10
Science Digest