Úrval - 01.05.1966, Page 18
Nýjar aðferðir til þess að
koma í veg fyrir hjartaslag
Áður jyrr var allt sem viðkom dauða, talið
innanmein, síðan hejur jramþróunin orðið ör
og í dag er jajnvel hægt að geta sér til um dauðs-
jöll löngu liðinna manna.
Eftir Lawrence Galton.
Á næsta sólarhring
munu samtals 10.000
Bandarikjamenn deyja
ur hjartaslagi. Krans-
æðastífla er stíflar slag-
æðarnar sem flytja blóðið til hjart-
ans, er nú helzta banámeinið í
Bandaríkjunum.
Samt er því nú ekki þannig farið,
að ekkert sé hægt að gera til úr-
bóta í þessum vanda, á meðan vís-
indamenn leitast af ofurkappi við að
finna grundvallarorsök þessa sjúk-
dóms og deilurnar halda áfram um
það, hvaða aðild cholestérol, matar-
æði, taugaspenna, kyrrsetur og aðr-
ar mögulegar orsakir kunni að eiga
hér hlut að máli.
Maður einn í Norður-Karólínu-
fylki, sem gat eitt sinn vart stigið
nokkur skref án kveljandi verkja
í brjóstholi, er nú fær um að stunda
fulla vinnu, leika golf og keiluspil
og klifra fjöll. Frá helztu sjúkra-
húsunum berast nú fréttir af furðu-
lega góðum árangri af kransæðaað-
gerðum. Kransæðar eru opnaðar og
víkkaðar með ýmsum aðferðum eða
blóðrásinni er beint fram hjá stífl-
uðum kransæðum, þ.e. hinn stíflaði
bútur er „tekinn úr umferð.“
Læknum stendur nú einnig til
boða stórkostleg ný sjúkdómsgrein-
ingar- og skoðunaraðferð: röntgen-
kvikmyndir af kransæðum, en á
kvikmyndum þessum sést oft stífla,
sem ekki væri unnt að sjá með öðru
móti. Áður fyrr var oft ekki unnt
að finna kransæðastíflu, þótt fram-
kvæmd væri gagnger skoðun og
athugun á sjúklingnum. Líklega
munu nú vera um 5 millj ónir manna
í Bandaríkjunum, sem unnt mundi
að veita hjálp með þessum nýju
aðferðum, þótt fyrri aðferðir hafi
eigi eða hefðu eigi getað hjálpað
þeim.
Æðastíflan virðist velja sér fórn-
16
PARADE